Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 90
90
á Spáni, (f 1616); hann gerði Don Quijote og hafði
ákafleg áhrif með því á þjóðarandann; Lope de Vega
(f 1635) var og á Spáni, og orti mest af öllum
sjónarleikaskáldum (tvö þdsund og tvöhundruð sjónar-
leika í 21,316,000 versum á 133,225 örkum) og
Calderon (t 1681), spanskur, var og ágætur í sömu
stefnu. A Frakklandi hæddist Rabelais (t 1553) að
öldinni; Malherbe setti nýtt líf í skáldskapinn (t 1628);
Corneille (t 1684) og Racine (t 1699) ortu ágæta
sjónarleika í tignarlegum stíl, og Moliére (1673) gerði
kátlega sjónarleika. A Englandi yfirsteig William
Shakespeare (1564—1616) sem sjónarleikaskáld allt
sem nienn höfðu áður þekkt og hafa síðan þekkt, bæði
hvað tign og gaman snertir. A Jþýzkalandi var allur
skáldskapur á trjefótum þangað til eptir miðja 18. öld.
Skoðan náttúrunnar var allt af enn á reiki; menn
höfðu hætt að ganga þann veg, sem Aristóteles og
Galenus gengu, nefnilega reynsluna, og hafði þó Roger
Bacon seinna fylgt þeim vegi („sine experientia nihil
sufficienter sciri potest“ segir hann í „Opus majus“);
hinir helztu, sem auðguðu þessa grein þekkingarinnar,
voru Ray, sem gaf út dýrafræði, og skipti dýrunum í
dýr með blóði og blóðlaus, eins og Aristóteles ^), 1693;
Swammerdamm (f 1680); Leuwenboeck (1690) og
Malpighi (f 1694) voru og náttúrufræðingar miklir og
höfðu sjónauka; Stenon danski (1687) og Leibniz
') Aristóteles ljet lit blóíisins villa sig; hann hjelt aíi blóíliíi Jiyrfti
endilega at) vera rautt, og kallahi öll slík (i vr Ivaiunra; en hin
avamara (en mörg dýr hafa hvítt, grænt eba gult og fíólblátt blóíl).