Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 15
15
menn fengu að halda landinu helga og höfðu vopnahlje
í þrjú ár. j>essi krossferð var frá 1228 —1229.
Arið 1244 óðu Kovaresnúar, en það var þjóð-
flokkur af Seldsjúka kynþætti, inn í landið helga og
brutu það undir sig með inikilli grimmd. j>egar þetta
frjettist, þá tók Hlöðvir hinn helgi Frakkakonungur sig
til og fór sjöttu krossferðina. þó fór hann eigi til
landsins helga, heldur til Egyptalands, og vann þar
bæinn Damíett, en beið skömmu síðar algjörðan ósigur,
og var tekinn höndum; Móaddan soldán ljet hann þó
lausan með því skilyrði, að hann sleppti aptur Damíett,
og greiddi sjer fje þar á ofan.
Síðan hjelt Illöðvir frá Egyptalandi til Sýrlands
og dvaldi þar nokkur ár, og leitaðist við á allar lundir
að bæta hag kristinna manna í Sýrlandi. Árið 1254
andaðist móðir hans, og þá varð hann að halda heim
í ríki sitt.
Árið 1270 fór Hlöðvir herferð til Túnis í Afríku,
en andaðist þar.
Hlöðvir helgi- var síðasti konungur, sem fór ineð her
manns til að vinna landið helga. Krossferðirnar höfðu
nú staðið yíir hjer um bil tvær aldir, og áhugi manna
var nú dofnaður. Kristnir menn hjeldu lengst Akkon,
og misstu hana eigi fyrr en 1291.
{>annig lauk lciðangrum þessum. Krossferðirnar
höfðu að vísu kostað margt mannslíf, en þegar litið er
á upptök þeirra og aíleiðingar, geta menn eigi annað
sagt, en að þær sjeu að mörgu leyti lofsverðar og af-
faragóðar.
Krossferðirnar voru af góðuin hvötum sprottnar,