Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 33
33
betrun; en vjer bjóðuin yður jafnframt, að þjer innan
þriggja daga verðið brott ór löndum vorum; ella munum
vjer ofurselja yður veraldlegum dómstóli, svo þjer fáið
þá hegningu, sem þjer hafið til unnið/1
Don Torribíó ljet sjer hvergi bregða við þessi
hörðu orð páfans. Hann sagði í hálfum hljóðum hin
þrjú leyndardómsfullu orð; síðan opnaði hann einn
gluggann í páfasalnum, og æpti eins hátt og hann gat:
„Hýasinta! steiktu ekki nema eina lynghænu. Erki-
djákninn ætlar ekki að sýna injer þann sóina, að borða
hjá mjer miðdegisverð.;t
Allt í einu vaknaði páfinn, eins og hann væri
þrumulostinn, af draumi sínum. Hann sá nú, að hann
var ekki í páfasalnum, heldur að hann sat á stólnum
í lestrarherbergi Don Torribíós í Toledó. Haun leit
nú á klukkuna, og sá, að það var tæplega hálf stund
síðan hann settist niður, og þó hafði hann ímyndað
sjer, að hann á þessum tíma hefði verið biskup, erki-
biskup, kardináli og páfi. Nú sá hann, að sú varð
niðurstaðan, að hann varð ekki annað en vanþakklátt
óhræsi, og að allt voru sjónhverfingar, nema það, að
hann hafði sýnt þess ljósan vott, að hann var iláráður,
og mesta fúlmenni. Don Torribíó sat við borð sitt,
og leit á hann með alvarlegum svip. Erkidjákninn
blóðskammaöist sfn, og snautaði þegjandi burt; hann
fann múlasna sinn þar, sem hann hafði bundið hann.
Hann hjelt nú heim á leið til Badajoz, jafnfróður og
hann hafði að heiman farið.
Ný Sumargjöf 1862.
a