Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 36
36
gestrisnirvið komumenn, og veita þeim ljúfifeng vín og
vistir, er Iandið gefur af sjer. Klaustrinu er skóli
sameinaður, og er þar kennd skript og talnafræði,
ftalska og arabiska. Skamrnt frá klaustrinu mænir
upp veglegt hús, boðunarkirkjan; undir altarimi í
henni er jarðhús eitt, og liggur niður í það marmararið
ineð sextán rimum. |>ar er altari eitt lítið og súlur.
er auðkenna staðinn, þar sem boðunarengillinn átti að
hafa birzt Maríu mey. í þá daga lá hús Jósefs og
Maríu upp yfir jarðhúsinu, en nú er það, sem kunnugt
er, í Lórettó, og segir sagan, að englar hafi flutt það
þangað. Nazareth liggur í hinum frjóvgasta hluta
Jórsalalands, þess er nú er, og er þar gnótt af víni,
apöldrum, kjarneplum, fíkjuin og gullaldinum.
AUSTRI HINN MIKLI í SJÁVARHÁSKA.
fíunda dag septembermánaðar 1861 lagði gufuskipið
Austri hinn mikli (Great Eastern) frá Englandi og ætlaði
til Vesturheims. Múgur og margmenni horfði á eptir
skipatröllinu og æpti fagnaðaróp, en engan grunaði, að
rninnst vantaði á, að menn sæju þetta tröllstóra
skip í síðasta sinn. 400 ferðamenn voru innanborðs,
og var þetta skiptið venju fremur margt af konum
og börhum. Alls voru á skipinu 800 manns.
„|>riðjudag og miðvikudag,* svo segir einn af þeim,