Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 85
85
er áfengt fyrir marga menn, meðan menn eru óvanir
því; eptir 1560 og 1580 (þegar Walter Raleigh flutti
það til Englands) óx tóbaksbrúkun allstaðar óðum, eins
og allir áfengir hlutir; og kölluðu menn fyrst að reykja:
„að drekka tóbak". Spánverjar fundu fyrst upp að
taka í nefið. Klerkarnir prjedikuðu á inóti tóbakinu;
Urbanus páfi bannfærði sjerhvern „snúsara" (1624);
Innocentius XII. bannaði að taka í nefið í Pjeturs-
kirkjunni, og hefur þar verið illt að vera. í einni
guðlegri bók frá 16. öld (Scrivers Seelenschatz) stendur,
að til þess að menn geti enn meir slarkað, þá geri
menn hálsinn að eldmúr og kyndi fyrir anskotanum
reykelsisfórn úr tóbaki. — Á ríkisárum Kristínar Svía-
drottningar (1632—54) strandaði skip, hlaðið með
tóbaki (í rullum); þá hjeldu bændur að þetta væri
kaðlar, og ætluðu að tjóðra með því nautgripi. —
1634 kom í Rússlandi út lagaboð á móti tóbakinu,
og lá nefmissir við, en áður dauðahegning. Og enn
meir: kennararnir á unglingaskólanutn í Halle sögðu
(1725), að tóbaksreyking væri synd, af því að beiskjan í
tóbakinu væri allt annars sinekks en „passio Christi“.
1728 dó Kaspar Hoffmann, prestur í Kveðlinborg, og
hann hafði aldrei annan texta fyrir ræður sínar, en
tóbak; og hann prjedikaði, að allir menn, sem reyktu,
færu til helvítis. Sona var nú þetta fyrir rúmum
hundrað árum.
Eins og jörðin opnaði sitt ríka skaut á þessari
öld, eins opnaði andinn djúp sitt enn meira með byrjun
sextándu aldar, því að andinn verður aldrei á eptir, þegar
óhóf ekki evðileggur það afl, sem gæði náttúrunnar