Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 22
22
Nú var liðin hjer um bil hálf stund, síðan þær
fyrst sáu bátinn, og eptirvæntingin var sárari fyrir
móðurina, en sárustu kvalir. Annað augnablikið hjelt
hún, að hún væri búin að missa mann sinn og son;
annað augnablikið fjekk hún von um það, að þeir mundu
komast af, þangað til önnur aldan reið yíir bátinn og
svipti hana aptur allri von. það var furðu, hve lengi
bátnuin fleyttist af. Loksins sáu þær fjallháa báru
skammt frá bátnum. Aldan reis hægt, þar tii er hún
var orðin svo há, að hún sýndist nema við skýin.
j>á brotnaði allt í einu bárufaldurinn og steyptist hvít-
fyssandi yfir bátinn; báturinn huldist haflöðrinu.
þegar holskeflan skall yfir bátinn, hjelt móðirin
í sjer andanum, og stóð eins og töfruð og starði á
hann; það var eins og hún byggist við, að bátnum
mundi aptur skjóta upp, og voru þó lítil líkindi til
þess. það leið og beið; ekki sást báturinn, Aldan
mikla var horfin, en önnur komin í hennar stað.
Loksins sást siglan, en báturinn sjálfur sást ekki.
Barnið hljóðaði upp yfir sig og mælti: „þeir eru
horfnir, hann faðir minn og hann Hinrik — æ! geturðu
ekki hjálpað þeim, móðir mín?“
Móðirin svaraði engu. Hún leit voðalega til
dóttur sinnar og hljóp í ofboði niður að brimgarðinum,
og hætti sjer svo langt, að eigi leit út fyrir annað, en
brimið mundi soga hana út. Hún starði ennþá, til að
vita hvort hún sæi ekki neitt til þeirra feðga, en hún
sá ekkert, nema kolbláar öldur með hvítum faldi, og
heyrði ekkert neina brimorgið. Hin harmþrungna móðir
hljóðaði nú í örvæntingu upp yfir sig og mælti; „Guð
'X
(