Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 49
49
skipið. Voru þeir nú kátir mjög og æptu gleðióp.
Gekk svo um hríð. En allt í einu heyrist ákaflega
mikill brestur, og í sama vetfangi flýgur skipið í lopt
upp. Urðu þar skjót og hermileg umskipti. Hendur,
fætur og mannabúkar þeyttust í lopt upp; fjell þetta
allt saman niður á bátana, og týndust þeir menn, er á
þeim voru á þann veg. J>á er skipið flaug í lopt upp,
vildi svo til, að túlkurinn var uppi í reiðanum; þeytti
honum á sjó út; náði hann þar í bát, og fluttist til
lands. Honum segist þannig frá: „þegar jeg var á
land kominn og leit út á fjörðinn, var skipið horfið;
sjórinn gjörvallur þakinn flekum úr því og bátunum;
fjöldi var þar villumanna; leituðu sumir til lands á
sundi; sumir drukknuðu, eða Ijetust af meiðslum þeim,
er þeir höfðu fengið. J>eir, sem eptir lifðu og á horfðu,
stóðu agndofa, og fjekk atburður þessi þeim svo mikils
ótta, að þeir máttu hvorki bæra legg eða lið. |>ar
ljetust yfir hundrað manns af villumönnum; en miklu
fleiri fengu þar þau örkuml, að þá annaðhvort leiddi
til bana, eða urðu aldrei heilir síðan. Var það marga
daga á eptir, að fjaran var hulin mannabúkum og
limum, er á land ráku.“
Ný Sumargjöf 1862.
4