Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 67
67
Tyrki svo sem aðkomumenn, sem sitja í því landi, sem
þeir í rauninni ekki eiga.
Annað, sern fremur var menntuninni til hindrunar
en hitt, voru krossferðirnar, frá 11. til 13. aldar, þegar
það varð siður, að fara til landsins helga til að berja
á hundtyrkjanum eins og fórr fór í austurveg að berja
tröll. Allt frá því Kristur dó, var það siður að ganga
suður eða fara pílagrímsferð til grafarinnar helgu; en
Tyrkir1) rjeðu landinu, og Jerósalein var í höndum
þeirra og ekki friður fyrir pílagríma til að vitja helgi-
dómsins. J>á kom upp sú löngun hjá kristnum mönn-
um, að ná landinu helga, með því líka Tyrkir inisbuðu
kristnum mönnum, sein bjuggu í Palestínu, og píla-
grímum, sem þangað komu; drápu þá eða píndu; og
nú liðu þrjár aldir, sein margir hinir beztu menn, og
óteljandi skríll um leið, ekki hugsuðu um neitt annað,
en að berjast. móti Tvrkjanum. Sjö sinnum fóru menn
austur í heirn, einungis fyrir tóma hugmynd, sem ekkert
gagnaði heimkynnum menntunarinnar; í stað þess að
láta ágæti andans verða ættjörðu sinni að liði, þá
stofnuðu Frakkar ríki í Jerúsalem, sem var þýðing-
arlítið fyrir framför heimsins, og gat aldrei náð neinni
festu nje kyrð, sem ekki var heldur von, þar sem menn
óðu hugsunarlaust út í stríðið fyrir trúna, án þess að
Eiginlega „Saracenar£í, Serkir; þeir voru fyrst kristnir, og bjuggu í
Arabíu; en köstuftu trúnni og tóku Mahómets trú fyrstir manna. A
7du öld undirokuí)u Tyrkir þá, sem játu&u sömu trú; sí^an týndist
nafn þjóí)arinnar smám saman, og Tyrkir og Serkir urtiu a<6 einni
þjóí). J>eir áttu ( sífeldum trúarstríí)um vií) kristnamenn lengi frameptir,
því Mahómet hafí)i skipaí) svo fyrir, en kristnir voru raunar ekki
betri sjálíir.
5*