Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
BREYTILEG MANNSÆVI
Jóakín hét hann, Jóakímsson, konungur í Júdaríki og ríkti
í Jerúsalem. En stjórn hans varð skammvinn. Ófriður var í
landi, og engin von um sigur, því að voldugasti konungur á þeim
dögum, Nebúkadnezar, herjaði á ríki hans. Hvað átti að taka
til bragðs?
Jóakín brá á það ráð, að hann gafst upp fyrir óvini sínum og
þjóðar sinnar og gaf sig á vald hans.
Nebúkadnezar flutti hann til Babel ásamt kjarna þjóðar hans.
Þar var Jóakín settur í dýflissu, en nokkurs frelsis mun hann þó
hafa notið, því að hann fékk að hafa fjölskyldu sína hjá sér.
Jóakín var á 19. ári, þegar hann varð ófrjáls maður og hlaut
þau örlög, að verða bandingi í Babel. Þungbær örlög æskumanni,
sem minna á örlög fólks, er missir heilsuna á ungum aldri og
fær hana aldrei framar.
Arin liðu hvert af öðru. Jóakín mun vanizt hafa kjörum sín-
um. Hann hélt áfram að bera sitt konungsnafn. Það sýnist einhver
kaldhæðni í því, að heita konungur, en vera þó bandingi. Það
minnir á mann, er segist vera frjáls maður í frjálsu landi, en
er samt fjötraður hlekkjum einhverrar ofnautnar eða syndar.
Þegar Jóakín hafði verið 36 ár í útlegð, kom fyrir atburður,
sem gerbreytti allri framtíð hans. Við lesum í 2. Konungabók,
25. kafla á þessa leið.
„Og á þrítugasta og sjöunda útlegðarári Jóakíns Júdakonungs,
í tólfta mánuðinum, tuttugasta og sjöunda dag mánaðarins, náð-
aði Evil-Meródak, Babel-konungur, árið, sem hann kom til ríkis,
Jójakín Júdakonung og tók hann úr dýflissunni. Og hann talaði
vingjarnlega við hann og setti stól hans ofar stólum hinna kon-
unganna, sem hjá honum voru í Babel. Og hann fór úr bandingja-
fötum sínum og borðaði stöðuglega með honum, meðan hann
lifði. En uppeldi hans — hið stöðuga uppeldi — var honum veitt
af konungi, það er hann þurfti á degi hverjum, alla ævi hans.“
Eg hefi lesið þennan kafla oft og mörgum sinnum, lesið hann
sem venjulega sagnfræði. Nýlega var ég enn einu sinni að lesa
liann. Þá var sem hann opnaðist, færi að tala v.ið mig, yrði að
hoðskap frá Guði, sem átti erindi til mín. Hvað var það, sem
hann sagði mér?
Jójakín var í dýflissu, haldið þar af voldugasta konungi jarðar-
innar, hann hafði verið í lialdi frá æskuárum. Þetta varð mér
mynd af manni, sem á æskuárum gaf sig á vald einhvers ávana,