Norðurljósið - 01.01.1966, Page 5
NORÐURLJOSIÐ
5
til, að við lifum í svelti hjá honum. Hann sparar ekki mat við
menn sína, þótt Haraldur konungur harðráði gerði það við hirð
sína. Drottinn sagði: „Eg er kominn, til þess að þeir hafi líf og
hafi nægtir.“ Ef vér spörum ekki við oss matinn, andlegu fæð-
una, samfélagið við Drottin, getum vér sagt á dánardægri sem
Þormóður Kolbrúnarskáld á banastundu: „Vel hefir konung-
urinn alið oss.“ Þá munum vér, jafnvel í hárri elli, halda áfram
að bera Guði ávöxt, verða dýrð hans til vegsemdar í augsýn
allra manna.
En Jójakín þurfti meira en mat handa sjálfum sér. Hann var
kvæntur maður, og í herleiðing sinn.i gat hann sjö sonu. Einn
þeirra var Sealtíel (1 Kron. 3. 17., 18.), faðir Serúbabels, sem
varð leiötogi Júða, er sneru heim úr herleiðingunni. En allt, sem
hann þurfti og fólk hans, var honum veitt af gnóttum Babel-
konungs.
Guð hefir líka í Kristi, með þekkingunni á honum, „veitt oss
allt, sem heyrir til lífs og guðrækni.“ (2 Pét. 1. 3.) Og oss er
einnig veitt þetta háleita, víðfeðma fyrirheit: „Guð er þess
megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega, til þess að þér
í öllu og ávallt hafið allt, sem þér þarfnist, og hafið gnægð til
sérhvers góös verks.“ (2 Kor. 9. 8.).
Hér er fyrirheit gefið, að Guð megnar að veita okkur allt
handa okkur sjálfum, sem við þörfnumst, og líka gnægð handa
öðrum, til sérhvers góðs verks.
Hvílíkur Guð! Hvílíkur Faðir, svo ríkur og máttugur og fús
til að gefa, að upp fylla sérhverja þörf!
Engar sögur fara af því, að efasemdir haf.i nokkru sinni hrjáð
Jójakín, efasemdir um, hvort hann væri náðaður, að hann gæti
brotiö af sér hylli konungsins, svo að hann yrði bandingi aftur;
efasemdir, að auðæfi Babelkonungs mundu ganga til þurröar,
svo að hann hefði ekki nóg að eta og drekka; efasemdir, að hann
hefði ekki nóg handa fjölskyldu sinni.
Allar slíkar efasemdir hefðu verið fjarstæður. Jójakín var
Jiakklátur. Honum gat því aldrei dottið uppreisn í hug. Hann sá
fyrir augum sér auðæfi konungsins. Hjarta hans treysti velgerða-
manninum. Þess vegna hefir það verið fullt af fr.iði, en ekki þjáð
af áhyggjum og efasemdum.
Hve miklu fremur ber oss þá, sem Drottinn Jesús hefir frelsað
og hafiÖ upp í tignarstöðu Guðs barna, að hafa engar áhyggjur,
að treysta vorum himneska Föður í smáu og stóru, varðveita oss
sjálf í kærleika Guðs, gera í öllum hlutum óskir vorar kunnar