Norðurljósið - 01.01.1966, Page 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargerð og fá svo að reyna,
að friður Guðs, sem æðri er öllum skilningi, varðveiti hjörtu
vor og hugsanir í Kristi Jesú. (Fil. 4. 6., 7.).
S. G. J.
--------x---------
VINIRNIR
Kaflar úr rœðu eftir William Edward Biederwolf.
ÞRIÐJI TEINNINN.
Tveir litlir, ítalskir piltar í New York voru á leið heim frá
sundi. Þeir voru um það bil 15 ára. Pietro hafði tekið upp eirvír
og ætlaði að skemmta sér dálítið við þriðja teininn í sporbraut-
inni. Hann ýtti enda vírsins niður að trélistanum, sem lá yfir
teininum, og ekkert gerðist. „Þetta er skrýtið,“ sagði hann, „ég
hefi líklega ekki hitt á réttan stað.“ Þá ýtti hann enda vírsins
undir listann. Það kom blár eldslogi og kvalaóp, er 11.000 volt
rafmagns þutu um vírinn. A minna en andartaki loguðu föt hans,
en hárið af höfði og augabrúnum brann. Hann reyndi að sleppa
vírnum, sem hvæsti og snarkaði hvítglóandi, en vírinn vildi ekki
sleppa honum. Hann reyndi að tóga vírinn frá teininum, en hann
hékk þar fastur sem væri hann logsoðinn við hann. Vinur hans
reyndi að toga hann á brott, en hrökk frá honum til jarðar af
skelfilegu raflosti. En þessi hugrakki, litli piltur tók þá gúmmí-
jakkann sinn og setti hann utan um Pietro og togaði, svo að
hann losnaði. Pietro fór að hlaupa, en fékk yfirlið og datt. Menn
tóku hann og fluttu í sjúkrahús, og læknirinn sagði. „Það eru
einar líkur á móti þúsund, að hann nái sér.“
Báðir piltarnir sögðu, að þeir vissu, að það var eitthvað hættu-
legt við þennan tein. Þeir höfðu heyrt sér eldra fólk segja það,
en þeir héldu, að það mundi engan skaða gera, að leika sér dálítið
að honum. Þannig er syndin. Hún svíður og brennir og drepur
eins og háspennulína. Þetta veit fólk, þó vill það leika sér að
syndinni. Það er fólk hér í borginni, ef til vill hér á samkomunni,
sem hefir leikið sér svo lengi að syndinni, að vonlaust virðist
vera um það.
En þakkir séu Guði. Syndin hefir aldrei lagt neinn svo lágt,
að Jesús Kristur, Guð-maðurinn, gæti ekki seilzt dálítið lengra
niður, brotið fjötra 'hans og gert hann frjálsan. Hann birtist til
þess að brjóta niður verk djöfulsins.