Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
Ég mætti gamla vini mínum, Jóni Callahan hér um daginn.
Hann er í New York. Allir þekkja Jón Callahan. Hann hafði farið
lengra en leyfilegt er á syndabrautinni og setið í Joliet fangelsinu.
Daginn, sem honum var sleppt, hét hann verðinum því, að hann
skyldi láta vínið eiga sig. En hann var drukkinn sem göturæfill
áður en dægrið var liðið.
Þá gerðist hann veitingaþjónn, barði mann í ölæði og komst
bak við lás og loku aftur. Lögreglan þekkti hann einungis sem
glæpamann, mann, sem hafa varð gætur á. Einu orðin, sem hún
sagði við hann, voru: „Flyttu þig til.“
En kvöld nokkurt kom hann þangað, sem björgunar-trúboð
var rekið. Aframhald sögunnar þekkið þið auðvitað. Hann sagði:
„Mig langaði til að losna úr fjötrum syndarinnar.“ Hann gekk
innar, féll á kné og sagði: „Guð, fyrirgefðu mér.“ Þegar einn af
gömlum félögum hans bauð honum sopa, sagði Jón: „Nei, mig
langar ekkert í þetta.“ Þetta var sem rothögg á félaga hans. Hann
gat ekki skilið, hvers vegna hann langaði ekki í vínið. En Jón
sagði honum, að Jesús hefði komið í hjarta hans, og áfengis-
lönguninni hefði verið eytt.
Hann átti fjórar myndir af sér í myndasafni af afbrotamönn-
um, og honum leið illa vegna þess. Þrjár þeirra fékk hann frá
Chicago lögreglunni með aðstoð vinar síns, en hin fjórða var í
Joliet, og hana gat hann ekki fengið. Litlu seinna fór hann með
Harry Monroe til Battle Creek heilsuhælisins, og þeir voru beðnir
að halda samkomu fyrir gestina. Meðal gesta voru þrír ríkis-
. stjórar, og einn þeirra var Jón P. Altgeld frá Illinois.
Vinur minn sagði þeim frá, hvað Jesús hefði gert fyrir sig.
Hann sagði einnig frá, hvernig hann hefði reynt að fá skýrsl-
urnar um sig frá Joliet og ekki getað það. Er hann lauk máli
sínu, komu ríkisstjórarnir þrír og tóku í hönd honum. Altgeld
ríkisstjóri var að þerra tárin af augum sér og sagði: „Herra
Callahan, ég skal sjá, hvað ég get gert fyrir yður.“ Fáum vikum
síðar fékk hann bréf og í því stóð:
„Kæri herra Callahan minn! Það veitir mér ánægju að leggja
hér með ljósmyndina frá Joliet og að segja yður, að allar afbrota
skýrslur um yður hafa verið eyðilagðar. Það er engin skýrsla til
um það, nema í eigin minni yðar, að þér hafið nokkru sinni verið
þar. Þakklæti og beztu óskir fylgja yður frá vini yðar, Jóni P.
Altgeld.“
Jón Callahan hefir starfað árum saman í Bowery götu og
framkvæmt þar mikið verk fyrir Guð. Hvað virðist ykkur um