Norðurljósið - 01.01.1966, Side 9
norðurljósið
9
kransinn og þrýstu honum niður á enni hans. Synd þín festi hann
á krossinn. Synd þín rak naglana gegnum hendur hans og fætur.
Synd þín lét hjarta hans bresta. Synd þín stakk spjótinu í síðu
hans. En ég get heyrt englana kalla ofan frá himni. „Þetta er allt
tekið á brott.“ Guð segir: „Eg fyrirgef þér allar misgerðir þínar.“
Hann birtist til þess að taka burt syndir. 0, ég vildi ég gæti
málað mynd af Jesú á kossinum, sem kremdi hjarta þitt og leiddi
þig til hans.
Eg var að prédika í Lawrence í Kansas fyrir nokkru. Menn
sögðu mér frá gamla Quantrell skæruliða, hvernig hann brenndi
hús og drap fólk. Norðurríkja-herinn handtók hann og félaga
hans í Missouri og leiddi þá út til lífláts. Rétt þegar hermenn-
irnir áttu að skjóta, opnuðust runnarnir, og ungur maður hljóp
til foringjans. Hann benti á einn hinna dauðadæmdu og sagði:
„Leyfðu mér að koma í staðinn fyrir hann. Ég er alveg eins sekur
og hann, en þú náðir mér ekki. Hann á konu og fjögur börn, og
það er enginn til að annast þau nema hann. Það er enginn í heim-
inum háður mér. Ég er alveg eins sekur og hann. Taktu mig og
láttu hann lausan.“ „Mótmæli enginn þessu, þá gerum við þessa
hreytingu,“ sagði foringinn. Hún var framkvæmd. Skipun var
gefin að skjóta, og ungi maðurinn féll með hinum.
Nokkrum árum seinna bar svo til, að maður, sem gekk um
kirkjugarðinn í Missouri, sá annan mann beygja sig niður og
ýta til hliðar grasinu, sem huldi leiði þar, hann var að setja þar
marmaraplötu.
Maðurinn, sem sá það, sagði: „Eg býst við, að þér eigið ætt-
ingja þar grafinn?“
„Nei,“ svaraði hinn maðurinn.
„Er það þá vinur?“
„Já, meira en vinur.“ Þá sagði hann honum söguna. „Ég sá
hann falla. Ég sá þá taka hann og grafa hann með hinum. Eg
merkti blettinn. IJegar hennennirnir voru farnir, tók ég lík hans
og lét það í þessa gröf. Ég er einungis fátækur maður, en ég hefi
sparað saman launin mín í langan tíma. Ég hefi ferðazt 300
mílur (480 km.) til þess að koma hér og láta þennan litla stein
við höfðalagið á gröf hans.“
Maðurinn beygði sig niður og sá þessa áletrun á steininum:
„Helgað minningu Willie Lear. Hann kom i minn stað."
Ef þið viljið fara út í þennan kirkjugarð, munuð þið sjá þar
fallegt minnismerki úr marmara, fimmtán feta hátt. Maðurinn
varð rikur, en hann gleymdi aldrei þessum frelsara sínum. Hann