Norðurljósið - 01.01.1966, Side 10
10
NORÐURLJÓSIÐ
setti þetta stóra minnismerki þarna við höfðalag grafarinnar, og
á það risti hann alveg sömu orðin:
„Helgað minningu Willie Lear. Hann kom í minn stað."
Vinur minn, veiztu það, að þú átt að vera þakklátur Jesú Kristi
fyrir það, sem hann hefir gert fyrir þig. Þú ættir að segja og
segja það nú: „Ef Guð vill fyrirgefa syndir mínar og alla mína
myrku fortíð, þá skal ævi mín verða minnismerki til minningar
um Krist hans og frelsara minn. Eg skal gera það helgað minn-
ingu Jesú Krists, sem kom í minn stað.“
HVERNIG ER GUÐ?
í guðspjalli Jóhannesar, 1. 18. segir: „Enginn hefir nokkurn
tima séð Guð. Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins,
hann hefir veitt oss þekking á honum.“
„Hvernig gerði hann það?“ spyr þú.
Hlustaðu á, hvað Kristur segir í Jóh. 14. 9.: „Sá, sem hefir
séð mig, hefir séð Föðurinn.“
Guð hefir hvergi, nema í Jesú Kristi, fullkomlega birt sjálfan
sig. Ef þú horfir á hann í gegnum Jesúm Krist, veiztu, hvernig
Guð er. „Sá, sem hefir séð mig, hefir séð Föðurinn.“
Sástu Jesúm kenna í brjósti um eirðarlausan mannfjöldann,
sem var eins og sauðir, er engan hirði hafa? Þetta er Guð.
Heyrðir þú hann tala við blinda Bartimeus? Aðrir kölluðu
til hans: „Þegiðu, betlarinn þinn.“ Jesús sagði: „Bartimeus, fáðu
aftur sjón þína.“ Þetta er Guð.
Heyrðir þú Jesúm tala við vesalings konuna, sem staðin var
að hórdómi? Fólkið vildi grýta hana, en Jesús sagði: „Far þú í
friði og syndga ekki upp frá þessu.“ Þetta er Guð.
Heyrðir þú hann biðja á krossinum fyrir þeim, sem negldu
hann þar? Þetta er Guð.
Lestu söguna dásamlegu af ævi hans, sem fullur var við-
kvæmni, samúðar og umburðarlyndis. Ef þú vilt segja hana í
einu orði til að lýsa henni, þá er það orðið ELSKA. Guð er
kærleikur.
Elska Guðs til þín er lík elsku föðurins, (sem beið heimkomu
sonar síns í 13 ár og fór alltaf, þegar járnbrautarlestin kom, til
að taka á móti honum. Þýð.). Slík þrá er í hjarta Guðs eftir þér.
Hann hefir beðið eftir þér, ef til vill í 30, 40, 50 eða 60 ár. Og
þú ert ekki kominn heim enn. Ef Guð elskar eins og faðir, ef hann
er líkur því, sem við höfum séð í kvöld, þá held ég, ef ég væri
þú, að ég mundi ekki láta hann bíða lengur.
(Þýlt úr „The Sword of the Lord.“)