Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 11
NORÐURLJÓSIÐ
11
Hví liætti fólk að sækja kirkju?
BlaðiS „Kristindómurinn nú á dögum“ (Christianity Today)
sagði nýlega (3. des. 1965) frá, að franskur háskólakennari í
þjóðfélagsfræði hefði tekið sér fyrir hendur að rannsaka þetta,
að vísu ekki í öllu Frakklandi, en í einu af fylkjum þess, Alsac.
Niðurstaða hans er sú, að Mótmælendakirkjurnar virðast hafa
sofið, síðan um iniðja 18. öld. Kemur sá svefn fram á tvennan
hátt.
Hið fyrra er það, að kirkjan hefir brugðizt skyldu sinni í þjóð-
félagsmálum. Hún hefir verið íhaldssöm á því sviði og ekki staðið
með þeim, er sárlega þörfnuðust aðstoðar hennar. Þess vegna
hefir hún misst alþýðu manna frá sér.
Hið síðara telur þó þjóðfélagsfræðingurinn ennþá stærra at-
riðið. Það eru áhrif frá skynsemistrú, frjálslyndi og víðfeðmi í
kenningum (latitudinarianism of doctrine). Þegar prestarnir
hættu að trúa boðskapnum, sem þeir áttu að flytja, þegar „frjáls-
lyndi“ og „víðsýni“ settust að völdum í guðfræðiskólunum, þá
brá svo við, að fólk hætti að hafa áhuga á boðskap kirkjunnar.
1 Bandaríkjunum fer þetta mjög á sömu leið. Guðfræðiskólar
únítara standa nærri tómir. En í Suðurríkjunum, þar sem íhalds-
sama guðfræðin ræður lögum og lofum hjá Skírendum (baptist-
um) og Lúterstrúarmönnum, þar er þróttur í safnaðarstarfi og
vöxturinn mestur.
Með öðrum orðum: Fólk, þótt það sé óendurfætt, finnur það
einhvern veginn á sér, að frjálslynda guðfræðin er tilbúningur
rnanna, sem geta aðeins gefið góðar ráðleggingar, en ekki yfir-
gnæfandi mikilleika máttar gleðiboðskapar Krists.
Þótt kirkjurnar vildu reyna þá leið: að hverfa aftur til þess
boðskapar, sem biblían flytur, þá er þeim fjötur um fót, hve fjöl-
margir af guðfræðingum vorra tíma fylgja öðrum kenningum en
kenningum heilagrar ritn.ingar. Um langan tíma enn er svo að
sjá, að „frjálslynda“ guðfræðin fái með sínum „lærdómsgrein-
um„ gert „lífsins brauð að dauðans steinum.“
Hve fánýtt það er, sem frjálslynda guðfræðin býður hungruð-
um sálum, hefir sænskur rithöfundur, Olov Hartmann, gert lýðum
Ijóst með sögu, sem í enskri þýðingu nefnist „The Holy Masquer-
ade“, — Hinn heilagi grímudansleikur. Sænski þjóðkirkjuprest-
urinn, Albert Svendson, er kvæntur konu, sem er trúlaus. Hún
fer að rannsaka einlægni trúar hans og hjarðar hans. A boðunar-
degi Maríu predikar hann um móðernið, en á atburðinn sjálfan