Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 13
NORÐURLJÓSIÐ
13
Upprifjanir frá umræðufundum
EFTJR RITSTJÓRANN.
(Utvarpserindi, sept. 1964).
Eitt af skáldum okkar íslendinga, Jakob Thorarensen, mun
hafa komizt svo að oröi:
Hitt er satt raunar: að rífast er skakkt,
að röksemdum gagnast einum,
en margt er nú ljómandi laglega sagt
í logandi skammagreinum.
Svipað á sér stað á fjörugum umræðufundum, þar er margt
Iaglega sagt, mörg ólík sjónarm.ið koma fram. Það er sótt og
varizt af meira eða minna kappi, og stundum hleypur harka
nokkur í leikinn, svo að hnútur harðyrða fljúga um borð og
bekki.
Málfundafélag Menntaskólans á Akureyri mun þrisvar hafa
sýnt mér þann sóma á tveimur tugum ára, að það bauð mér að
taka þátt í málfundum, er það efndi til umræðna um trúmál.
Minnist ég þess, að það sendi mér eitt sinn ritað boðsbréf, þar
sem mér var boðið að koma á umræðufundinn; ef ég þyrði,
bætti munnleg orðsending við. Þar sem ég átti ekki að mæta
mannýgum bolum eða bitgjörnum rökkum, þá ég boðið án mikils
ótta.
Er ég kom á fundinn, mætt.i mér þar hin fyllsta kurteisi og
sanngirni af hálfu nemenda og fundarstjóra. Var af flestum talið
sjálfsagt, að ég fengi rýmri tíma til umráða en aðrir fundarmenn,
því að margar voru þær, spurningarnar, sem ég átti að svara.
Fundinir hófust með framsöguræðum. Ræðumenn deildu
óspart á hefðbundinn kristindóm og margar þeirra kenninga, sem
kalla mætti kjarna hans. Verður eigi með vissu sagt, hvort sann-
færing þeirra réði þar eða hitt, að sú var leiðin vænlegust til
Ijörugra umræðna, enda hófust þær brátt, og margir kvöddu sér
hljóðs. Voru skoðanir manna sundurleitar mjög, sem vænta
mátti. Fluttu sumir mál sitt af kappi, og mundi Agli, syni Skalla-
Gríms, forföður vorum, það eitt hafa þótt á skorta, að eigi fylgdi
sverðabrak og vopnagnýr.
Eitt var öllum ræðumönnum sameiginlegt, hve ólíkar sem
skoðanir þeirra voru að öðru leyti á tilveru Guðs og á Jesú Krist.i:
En ginn þeirra staðhæfði, nema ég, að biblían væri öll Guðs orð.
Þeir, sem lengst gengu í þá átt, sögðu, að sumt af henni væri