Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 14
14
NORÐURLJÓSIÐ
Guðs orð. En eigi minnist ég þess, að nokkur þeirra tilgreindi
það, hvernig ætti að þekkj a það í sundur, hvað væri Guðs orð og
hvað ekki.
Nú býst ég við, að einhverjum þeirra, sem erindi mínu hlýða,
hafi alveg blöskrað fáfræði mín eða ofsatrú, er þeir heyrðu mig
halda því fram, að biblían væri öll Guðs orð. Við þá vildi ég
segja, — áður en þeir standa upp og skrúfa fyrir útvarpið, —
líkt og í skrýtlunni stendur: „Sitjið þið kyrrir, kannski það
batni.“ Leyfið mér að skýra, hvað ég á við með þessum orðum:
„Biblían öll er Guðs orð.“
Það er sannfæring mín, að Guð hafi gefið okkur biblíuna og
að hann, en ekki menn, hafi ráðið því, er hún var skrifuð, hvað í
henni skyldi standa og hvað ekki. Röksemdir þær, sem sannfær-
ing mín hvílir á, get ég ekki talið hér né skýrt þær, svo að hlust-
endum megi að gagni verða. Með vikulegum þætti í heilan vetur
mætti gera því mikla máli nokkur skil. Hér skal aðeins tekið fram,
að Guð hefir látið setja margt í biblíuna, sem ekki er talað af
honum sjálfum eða þjónum hans. Þar eru tilgreind orð eftir Satan
og illa anda, eftir heiðingja og óvini Guðs. Þetta hefir Guð ekki
talað sjálfur, en hann hefir látið skrá það, notar það í vissum
tilgang.i, rétt eins og ég notaði erindið eftir Jakob skáld Thorar-
ensen í upphafi máls míns. Skynsamur maður, sem biblíuna les,
gáir að því hverju sinni, hver það er, sem talar eða ritar það,
sem hann les.
Því var haldið fram af einum manni eða fleirum, að Jesús
hefði verið fáfróður. Því til sönnunar var vitnað til þessara orða
hans í Lúkasar guðspjalli í niðurlagi 14. kafla: „Saltið er að
vísu gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda
það? Það er þá hvorki hæfilegt á jörð né í áburðarhaug; menn
kasta því út.“ Þessi orð staðhæfa: að salt getur dofnað og að í
því ástandi sé það hvorki hæfilegt á jörð eða í áburðarhaug.
Mér var létt um vik að svara fyrstu ákærunni. Ég minntist
þess, er ég vann að saltfiskverkun í Sandgerði vorið 1922, að sjó-
mennirnir söltuðu aflann fyrst, tóku hann síðan eftir nokkurn
tíma úr saltinu og söltuðu hann á nýjan leik. Saltið, sem búið
var að nota einu sinni, var síðan notað aftur. En sá tími kom,
að hætt var að nota það, af því að það hafði dofnað. Því var þá
kastað út, og mörg voru þau sporin, sem ég gekk á saltborinni
götu.
Um hin atriðin, notkun salts á jörð eða í áburðarhaug, gat ég
lítið sagt um af reynslu. Búskaparhætti samtíðar sinnar þekkti