Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 17
17
norðurljósið
Ein þeirra spuminga, sem mig minnir, að ég spyrði unga
fólkið á umræðufundi, var þessi: „Ef Jesús Kristur væri staddur
hér hjá okkur og þið væruð alveg viss um, að það væri hann,
munduð þið þá hlusta á það, sem hann hefði að segja?“ Þessu
var almennt játað og það af sannfæringu. Þá spurði ég aftur:
„Munduð þið þá vilja fara eftir því, sem hann segði ykkur?“
Ég bjóst v.ið játandi svari og varð því hálfhverft við, þegar sagt
var ákveðið „Nei.“ Ég spurði fólkið: „Hvers vegna ekki?“ „Af
því að við gætum það ekki.“ Mér rann þetta svar til rifja. Ég
horfði á þetta fríða og mannvænlega fólk standa ráðþrota gagn-
vart lausninni einu á vandamálum mannlífsins, lausnaranum
sanna, Jesú Kristi. Mér féllust svör, enda naumast stund eða tími
til að beina umræðunum inn á þær brautir, sem ég beini erindi
mínu nú.
Það er alveg satt: kröfur Krists eru háleitar. Mannsandinn
getur fundið sig standa ráðþrota gagnvart þeim. En lausn Krists
sjálfs er einföld og öllum fær, sem vilja. Hvernig þá? Við skul-
um athuga það, búa til mynd.
Við erum stödd á flugvelli. Stórar flugvélar standa þar, stór-
hýsum líkastar að fyrirferð. Við spyrjum mann, sem ekkert þekkti
til flugs: „Geta þessar vélar, þessi ferlíki, hafið sig upp í loftið
og svifið um það með nokkur hundruð kílómetra hraða á klukku-
stund?“ Hvað mundi maðurinn segja? Vafalaust: „Nei, þetta er
alveg óhugsandi. Þetta getur aldrei svifið um loftið.“
Hvað gerist? Dyr opnast á flugvél, fólk streymir inn í hana.
„Þetta fólk ætlar að fara að fljúga,“ segjum við manninum. Hann
trúir okkur naumast. Maður, klæddur búningi flugstjóra, gengur
inn í vélina, sezt í sæti sitt, tekur við stjórninni, og eftir nokkra
bið er flugvélin flogin af stað undir öruggri stjórn hans.
Kristur segir á einum sfað í biblíunni: „Sjá, ég stend við
dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyr-
unum, mun ég fara inn til hans.“ Hvað á hann við með þessu?
Fýrst og fremst það, að hann stendur við hjartadyr mannsins,
v.ið dyr persónuleika hans, og biður um inngöngu. í hvaða til-
gahgi? Til að taka við stjórninni, til að umbreyta manninum, til
að lyfta honum upp, frelsa hann undan yfirdrottnun freistinga
og synda, eða illra venja, sem enginn mannlegur máttur fær
sigrað.
Fyrir um það bil 20 árum eða svo las ég frásögn af því, að
læknar við drykkjumanna- og eiturneytendadeild Bellevue sjúkra-
hússins í New York veittu því athygli, að allmargir fastir við-