Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 21
norðurljósið
21
her Filista. Davíð sagði við FiListann: „Þú kemur á móti mér
með sverð og lensu og spjót, en ég kem á móti þér í nafni Drott-
ins hersveitanna, Guðs herfylkinga ísraels, sem þú hefir smánað.“
Davíð vann sigur, en leyndardómur sigurs hans var sá, að hann
hafði sterka trú á Guði, en Golíat treysti á eigin mátt.
Golíat er fullkomin ímynd óvinar sálnanna, sem er djöfullinn,
og einvígi hans og Davíðs varð mynd af baráttu Krists á kross-
inum á Golgata. Þar fletti hann vopnum tignirnar og völdin,
leiddi þau opinberlega fram til háðungar og hrósaði sigri yfir
þeim í honum. Þannig frelsaði Kristur „alla þá, sem af hræðslu
við dauðann voru undir þrældóm seldir alla sína ævi.“
Þetta einvígi á milli Davíðs og Golíats er einnig kenning handa
trúuðu fólki, hvernig það getur með hjálp Guðs sigrað í daglegri
baráttu sinni v,ið óvinina þrjá: djöfulinn, heiminn og holdið, sem
freista þess með fýsn holdsins, fýsn augnanna og hégómadýrð
lífsins.
5. Davíð var konungur. Jesús Kristur er í ritningunni nefndur:
vKonungur konunga og Drottin drottna.“ Davíð var þrítugur að
aldri, er hann hóf að ríkja í Hebron. Jesús var um þrítugt, er
hann hóf að ganga um meðal manna, prédika Guðs ríki og safna
mönnum inn í ríki sitt.
Davíð var góður konungur. Hann „lét þjóð sína njóta laga
og réttar.“ Hann var sigursæll yfir óvinum sínum og liikaði ekki
við að leggja menn að velli, þegar vilji Guðs og réttlæti heimtaði
það. Við skulum muna það, að Guð metur réttlæti og heilagleik
Rieir en mannslífið. Þess vegna er biblían oft kölluð „Bók blóðs-
ins..“
Engill.inn boðaði Maríu, að Guð mundi gefa syni hennar „há-
sæti Davíðs föður Lians, og hann mundi ríkja yfir ætt Jakobs að
eilífu.“ Þegar Kristur sezt í hásæti Davíðs síðar meir, mun hann
stjorna þjóðunum með járnsprota, segir ritningin. Þetta merkir,
að hann mun framkvæma stjórn sína með fullkomnu réttlæti og
vdeyða ofbeldismanninn með anda vara sinna.“
Davíð var ofsóttur, bæði áður en hann varð konungur og síðar,
er uppreisn var gerð á móti honum. Ovinir hans gátu þó aldrei
*agt hann að velli, því að náð Guðs bar hann uppi. Áform Guðs
°g fyrirætlanir hlutu að rætast. Jesús var líka ofsóttur, leitað
eftir lífi hans með stæku hatri, svo að segja frá jötunni til kross-
lns- Hann þurfti að vera heimilislaus, því að hann sagði: „Refar
eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en manns-sonurinn á
hvergi höfði sínu að að halla.“