Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 22
N ORÐURLjÓSIf)
22
Davíð yfirgaf hásæti sitt vegna uppreisnar sonar síns. Kristur
yfirgaf hásæti dýrðar sinnar, þegar hann, sem var ríkur, gerðist
fátækur vor vegna. Hann var hátt upp hafinn, en lítillækkaði sig
til að bjarga okkur, uppreisnarmönnunum. Davíð hefði feginn
viljað deyja fyrir Absalóm, en Drottinn Jesús dó í raun og veru
vegna okkar synda. Hann reis upp aftur og frelsaði okkur, dró
okkur upp úr glötunargröfinni. Hann sjálfur er sá klettur, sem
við stöndum á, þar er okkur óhætt. Eg heyrði einu sinni einn af
þjónum Drottins segja við ungan dreng, sem var nýlega kominn
til trúar á Kr.ist: „Þú getur skolfið, meðan þú stendur á klettin-
um. En kletturinn, sem er Kristur, konungur okkar, skelfur
aldrei.“
6. Líferni Davíðs. Eins og flestar fyrirmyndir Krists í gamla
testamentinu, var Davíð ekki fullkominn. Hann brást og féll fyrir
freistingu. Prédikarinn, sonur Davíðs, segir í 7. kafla bókar sinn-
ar: „Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, er gert hafi gott
eitt og aldrei syndgað.“ Það var aðeins Jesús Kristur einn, „hinn
réttláti,“ sem alltaf gerði rétt og syndgaði aldrei.
Davíð er fyrirmynd trúuðu fólki nú á dögum. Þegar hann féll,
var hann ekki ánægður í syndinni og vildi ekki liggja flatur. Með
sönnu og auðmjúku hjarta kom hann og leitaði skjóls og fyrir-
gefningar hjá Drottni. „Þvo þú mig, svo að ég verði hvítar.i en
snjór,“ bað hann og var bænheyrður og endurreistur. Sál hans
þráði Guð eins og þurrt land þráir regn. Af erfiðleikum sínum
lærði hann þolgæði, en þolgæðið verkar fullreynd og fullreyndin
von, segir heilög ritning. Vonin lætur ekki til skammar verða.
7. Davíð var spámaður, því að heilagur Andi talaði fyrir munn
hans. Hann spáði mikið um Krist, því að nokkrir af sálmum
hans eru um hann. Hann spáði einnig um Júdas, svikarann, sem
sveik Drottin.
Við vitum ekki, hve mikið Davíð vissi um réttlætisverk Krists
eða hjálpræðið, fyrir trú á hann. Andi Krists, heilagur Andi
(1 Pét. 1. 11., 2 Pét. 1. 21.), sem bjó í spámönnunum, vitnaði
fyr.irfram um píslir Krists og dýrðina þar á eftir. Þeir grennsluð-
ust eftir og rannsökuðu vandlega, segir Pétur postuli, þessa
frelsun, sem oss hefir hlotnazt. Þar sem Davíð var einn af spá-
mönnum Guðs og spáði fyrirfram um píslir Krists (Sálm. 22.),
þá hefir hann einnig rannsakað og íhugað þetta. Hann þekkti
fyrirheitið um hinn komandi frelsara, fyr.irheitið, sem fyrst var
gefið í Eden-garði. Þessu fyrirheiti hafa hinir trúuðu í Israel
treyst, Davíð einnig.