Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 23
norðurljósið
23
8. Davíð var undirgefinn vilja GuSs. Þegar hann flýði yfir
Kedronslæk til eyðimerkurinnar, undan Absalóm, syni sínum,
sagði hann: „Geri hann (Drottinn) við mig sem honum gott
þykir.“
Drottinn Jesús gekk einnig yfir Kedronslæk með lærisveinum
sínum, og í Getsemane bað hann: „Verði þó ekki minn heldur
þinn vilji.“
Davíð er einn þeirra marma, sem Hebreabréfið 11. kap. telur
upp og segir um, að þeir fengu góðan vitnisburð fyrir trú sína.
Fyrir trú sína urðu þeir Guði þóknanlegir, því að „án trúar er
ómögulegt að þóknast honum.“ Eftir trú þeirra eigum við að
líkja. Þeir eru okkur fyrirmyndir til eftirbreytni í trú. Gefi því
Guð, að við höfum sama þorstann, sömu þrána, eftir Guði og
kærleiksríkt, fyrirgefandi hjartalag eins og Davíð.
Dagurinn nálgast, þegar við, ásamt Davíð hinum yndislega
söngvara Israels, munum taka þátt í lofgerðinni miklu og segja:
„Honum, sem í hásætinu situr og lambinu, sé lofgerðin og heiður-
inn og dýrðin og krafturinn um aldir alda.“
2. Móse.
Eftir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
Mig langar til, að við hugleiðum guðsmanninn Móse dálítið.
I 11. kafla Hebreabréfsins hefir heilagur Andi minnt á nokkra
menn, sem lifðu á dögum gamla testamentisins. Þó að þúsundir
ara séu liðnar, síðan þeir voru uppi, er fyrirmynd þeirra í fullu
gildi enn í dag handa okkur að breyta eftir. Á rneðal þessara and-
legu hetja er Móse. Hann var einn þeirra, sem lifðu fyrir Guð
og fengu þann vitnisburð, að þeir hefðu verið Guði þóknanlegir.
Við skulum athuga, hverju Móse hafnaði, hvað hann kaus og
hver ástœðan var fyrir höfnun hans og vali.
Móse hafnaði tign og valdi! Hann hafnaði því, að kallast
dóttursonur Faraós. Heiður, tign og konungdómur lágu fyrir fót-
um hans, ef hann vildi rétta fram höndina og grípa kórónu
Egyptalands, því að hún mun hafa staðið honum til boða. Þá
hefði fólk litið upp til hans og sýnt honum lotningu. En Móse
Sneri baki við þessu. Hann hafnaði þessum fögru og tælandi
freistingum.
Móse hafnaði unaði syndarinnar! Við getum verið fullviss um.
að í Egyptalandi var allan þann unað að fá, er syndin getur veitt.