Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 26
26
NORÐURLJÓSIÐ
Ekkert nema trúin gefur okkur kraft til að velja Guð fram yfir
heiminn. Mannleg vizka getur það ekki. Trúin ein megnar það.
Jesús sagði: „Sælir eru þeir, sem ekki sáu, en trúðu þó.“ Megi
sú sæla verða vort hlutskipti.
3. Hvað er Guði bóknanlegt.
Eftir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
Lesið Hósea 6. 6.
Við ættum að spyrja okkur sjálf sem trúað fólk nú á dögum:
„Hvað vill Guð, að við skulum verða, og hvað vill hann, að við
skulum gera sem vottar hans?“
Svarið fáum við i 6. versi, 6. kafla bókar Hósea. „Því að á
rniskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn, og á Guðs
þekking fremur en á brennifórnum.“
Guð vill fyrst af öllu sjá kærleiksríkt hugarfar hjá fólki sínu.
Guð athugar afstöðu hjartna okkar, „því að allt er bert og önd-
vert augum hans, sem hér er um að rœða.“
Þegar Guð gefur gætur að hjörtum okkar, þegar hann gefur
gætur að kærleika okkar, þá er hann í raun og veru að gefa gætur
að því, hvort við séum lík sér. Hann er miskunnsamur. A misk-
unnsemi hefir hann þess vegna þóknun. Hann lítur á hugsanir
okkar, áhugamál okkar. Hann sér hvernig hugarfarið er, hvort
það er kærleiksríkt, eða hvort hugsunum okkar er beint til hans
sjálfs. Hann sér, hvar við erum á vegi stödd, því að ritningin segir,
að hann sé eins nálægur okkur og skugginn okkur til hægri hliðar.
Hann langar til að sjá, að hjarta okkar snúi að honum, en ekki
að heiminum umhverfis okkur. Hann vill, að við elskum sig af
öllu hjarta okkar og náungann eins og okkur sjálf. f sannleika
sagt höfum við ástæðu til að sýna öðrum kærleika og miskunn-
semi, þar sem Guð elskar okkur og hefir fyrirgefið okkur allt.
Kærleikurinn hjá ísrael var kólnaður, og þeir höfðu gleymt
þeim kærleika, sem Guð hafði sýnt þeim.
Guð elskaði sitt útvalda fólk, ísraelsþjóðina. Hana hafði hann
leyst úr þrælahúsinu, Egiptalandi. Hann hafði borið hana á
arnarvængjum. Hún var honum dýrmæt. Hann tók eins sárt til
hennar og okkur til augasteins okkar.
Þann ávöxt, sem Guð vildi fá hjá sinni útvöldu þjóð, hann
vill Guð einnig fá hjá okkur, sem erum hin andlega ísraels þjóð.
Við vorum þrælar syndarinnar. Okkur hefir Guð af miklum
kærleika sínum frelsað. Við skuldum Guði, eins og ísrael, að