Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 27
N ORÐ URLJOSIÐ
27
sýna Guði kærleika, að hjörtu okkar beinist að honum, hvar sem
við erum, og hvað sem við gerum.
Þetta, að Guð vill fá ávöxt frá okkur, stafar alls ekki af því,
að hann þurfi nokkuð á mönnum að halda eða að fá nokkuð frá
þeim. Það liggur önnur ástæða til grundvallar: kærleikur Guðs.
Við minnumst hinnar sorglegu sögu um litla drenginn hans
Kennedys forseta. Hann skildi ekki, að pabbi hans var dáinn.
Hann hafði fengið tvo ákaflega fallega fána, og hann sagði: „Eg
ætla að gefa pabba mínum annan, þegar ég sé hann aftur.“ Ef
hann hefði séð föður sinn aftur og gefið honum fánann, þá hefði
það glatt Kennedy forseta. Allir foreldrar gleðjast, sem fá eitt-
hvað frá börnum sínum, sem sýnir og sannar kærleika þeirra.
Það var ekki af því, að forsetinn mikli þarfnaðist fánans, heldur
hefði hann glaðzt af kærleikanum, sem var á bak við gjöfina,
kærleika drengsins til föður síns.
Við megum ekki hafa þá hugmynd, að Guð sé einmana og fá-
tækur. Hann þarfnast einskis af okkar hendi. En hann þráir kær-
leika okkar. Það gleður hann, að hjörtu okkar snúist að honum.
Hann er sá, sem elskaði okkur að fyrra bragði.
Það er annað, sem Guð vill fá frá fólki sínu. Það er þekking
á honum sjálfum. „Sá, sem vill hrósa sér, hann hrósi sér af því,
að hann sé hygginn og þekki mig, að það er ég, Drottinn, sem
auðsýni miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðunni, því að á slíku
hefi ég velþóknun, — seg.ir Drottinn.“ (Jer. 9. 24.)
Guð vill fá meira en hjörtu okkar. Hann vill fá hugsanir okkar,
að þær beinist að honum, en ekki að heiminum. Það geðjast
Guði vel, að við hugsum um hann sem skapara okkar og frelsara
okkar. Hann skapaði okkur í sinni mynd, hæf til að njóta sam-
félags hans. Hann vill leiða okkur aftur í það ástand, að v.ið
gleðjumst í samfélagi hans, gleðjuinst í Drottni.
Guð vill láta kærleika og þekkingu fara saman. Fyrir honum
er þekking án kærleika einskis virði. En þekking og kærleiki
saman mynda þá andlegu speki, sem Jakob r.itar um í bréfi sínu:
jjEn sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst
friðsöm, ljúfleg, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlut-
dræg, hræsnislaus.“ (Jak. 5. 17.)
Guð gefi okkur heilagan þorsta eftir meiri þekking á breidd
og lengd, hæð og dýpt kærleika Krists til okkar og eftir þekking-
unni á guðdóminum sjálfum: Föður, Syni og heilögum Anda.