Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 28
28
NORÐURLJÓSIÐ
4. Himinninn.
Erindi flutt í ársbyrjun 1965.
Ejtir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
Les Opinb. 21. 1.—6.
Ein hugsun hefir glatt mig meir en ég get lýst, hugsunin um
fullkomið samfélag manna, sem Krislur er konungur yfir, sam-
félag, þar sem hann gefur hinum þyrsta að drekka ókeypis af
lind lífsvatnsins.
Öll erum við ferðamenn á eilífðarbraut, hvort sem okkur er
það ljóst eða ekki. Og þegar við stöndum nú við byrjun ársins
1965 og störum inn í ókomna framtíð, hvað getur þá blessað
okkur meir en þetta: að eiga hina sælu von, eiga Krist, von dýrð-
arinnar.
Það er gott að eiga fulla trúarv.issu í hjarta sér, því að „trúin
er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti,
sem eigi er auðið að sjá.“ (Hebr. 11. 1.)
Eg sagði, að hugsunin um fullkomið samfélag gleddi mig.
Hvað er fullkomið samfélag? I fullkomnu samfélagi er allt full-
komið. Þar skortir ekki neitt af neinu. Þar er stjórnin fullkomin.
Þar eru allir borgarar fullkomnir. Þar eru allir ánægðir. Þar
möglar enginn yfir hlutskipti sínu. Þar ríkir fullkomið réttlæti,
því að Pétur postuli ritaði: „Vér væntum eftir fyrirheiti hans,
nýs himins ög nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“
Við erum fædd og alin upp í mannfélagi, þar sem allt er ófull-
komið, og ekki eykur það skilning okkar á því, hvað fullkomið
samfélag er. Við erum vön sjúkdómum og sjúkrahúsum, og það
er eðlilegt, að menn lær.i læknisfræði. En í hinni nýju Jerúsalem
verður engin kvöl. Kristur er hinn mikli læknirinn. Við erum
vön að sjá lögreglustöð. Af hverju er þörf á henni? Af því að
mennirnir eru ranglátir. Væri ekki lögreglan, væru enn fleiri
lögbrotsmenn. En í borginn.i himnesku verða aðeins réttlátir
menn, sem réttlætzt hafa fyrir trúna á Jesúm Krist.
Við lesum: „Ég geri alla hluti nýja.“ Við erum svo vön því,
að allt slitni og eldist, sem við notum daglega. Mikill fjöldi
manna hefir atvinnu af viðgerðum. Bifreiðir endast ekki nema
í nokkur ár. Skóverksmiðjur eða klæðskerar stæðust ekki fjár-
hagslega, ef skór og fatnaður slitnaði ekki. Allt þetta tímanlega
er forgengilegt.
Við erum vön því, að sjá elliheimili. I Jerúsalem hinni nýju
munu allir verða ung,ir að eilífu. Hér erum við vön því að sjá