Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 31
norðurljósið
31
Samt sem áður, þegar Guð leysti okkur undan valdi djöfuls-
ins og heimsins, gerði hann það á sama hátt með náð sinni eins
og hann leysti ísrael af náð sinni undan valdi Faraós og Egypta-
lands. Drottinn hefir heitið okkur því, að hann skuli, andlega
talað, ekki aðeins taka okkur út úr heiminum, heldur taka okkur
inn til hvíldar sinnar. Hvild Guðs er fyrirheitna landið okkar.
Þar getum við fengið frið, gleði, kærleik og góðvild. Um þetta
fyrirheitna land okkar getum við mikið lært í Hebreabréfinu 3.
og 4. kafla.
Hvernig göngum við, lýður Guðs nú á dögum, frá heiminum
inn til hvíldar Guðs? Það eru lika tvær leiðir til, sem við getum
farið. Þarf Guð að láta okkur fara lengri leiðina, af því að við
erum hrædd við að berjast, alveg eins og ísrael forðum? Hinn
tnikli Guð okkar hefir tekið okkur út úr heiminum. En kvörtum
við ekki um, að ævi okkar sé öðru vísi en við viljum? V.ið höf-
um ekki nógu sterka trú á því, að Guð, sem frelsaði okkur, getur
líka varðveitt okkur, meðan við erum á leiðinni til hvíldar hans.
Oskum v,ið ekki stundum eftir heiminum og að við værum komin
út í hann aftur?
Við vitum ekki, hvernig farið hefði, ef ísrael hefði mætt Fil-
istum, af því að Drottinn lét þá fara aðra leið. En við vitum,
hvað gerðist, þegar Egyptar eltu þá. Við lesum í 2 Mós. 14. 10.
—12. á þessa leið:
„Þegar Faraó nálgaðist, hófu ísraelsmenn upp augu sín og
sjá: Egyptar sóttu eftir þeim; urðu ísraelsmenn þá mjög ótta-
slegnir og hrópuðu til Drottins. Og þeir sögðu við Móse: ,Tókst
þú oss burt til þess að deyja hér á eyðimörkinni, af því að engar
væru grafir til í Egyptalandi? Lát oss vera kyrra, og viljum vér
þjóna Egyptum, því að betra er fyrir oss að þjóna Egyptum
en að deyja i eyðimörkinni‘.“
Við sáum, að ísraelsmenn urðu óttaslegnir, þegar þeir sáu, að
Egyptar sóttu eftir þeim. Þeir sögðu: „Lát oss vera kyrra, og
' iljum vér þjóna Egyptum.“
Takið eftir, að þeir sögðu: „Vér viljum þjóna Egyptum.
Nú skulum við spyrja okkur sjálf: Viljum við þjóna heim-
inum? Það er ekki nóg að segja „nei.“ Hvernig er það í fram-
kvœmdinni?
Ef til vill er svarið „já“, af því að hið gamla eðli okkar er ekki
dautt.
Þegar fyrri vinir okkar sjá, að við sækjum ekki lengur þá
staði, sem við sóttum áður með þeim, þegar þeir sjá, að við ger-