Norðurljósið - 01.01.1966, Side 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
um ekki lengur það, sem við gerðum áður en við frelsuðumst, þá
reyna þeir oft að draga okkur aftur út í heiminn til að njóta
skammvinns synda-unaðar. Það getur kostað harða baráttu að
láta ekki undan þeim.
Séu það svo ekki gömlu vinirnir, sem reyna að draga okkur
með sér, þá er það gamla, holdlega eðlið, sem við verðum að
berjast við. Stundum vinnur það sigur, og þá förum við aftur
að þjóna holdinu.
Sérstaka syndin, sem hafði okkur á valdi sínu áður en við
frelsuðumst, getur haldið áfram að freista okkar. Tökum dæmi
af konu, sem alltaf hékk við símann, sífellt að tala það, sem var
tilgangslaust og gagnslaust. Hún gerði ekkert með þessu annað
en eyða tímanum. Eftir það, að hún frelsast, reynir hún að hætta
þessu. En því miður, gamlar vinkonur hennar halda áfram að
hringja til hennar. Hvað gerir hún þá? JVIun hún vera djörf og
vitna um Krist fyrir þeim, leggja út í þá baráttu? Eða mun hún
halda áfram að masa og eyða tímanum? Það er auðveldara að
gefast upp. Við viljum heldur vera kyrr og þjóna synd en herjast
við synd. Þannig líkjumst við ísraelsmönnum, sem heldur vildu
þjóna Egyptum en eiga í ófriði. Er þetta saga þín og haráttu
þinnar?
Við þurfum ekki að óttast að berjast við Egypta, freistingar
okkar. Astæða þess er sú, að Guð mun berjast fyrir okkur.
„Þá sagði Móse v.ið lýðinn: ,Óttizt ekki; standið stöðugir, og
munuð þér sjá hjálpræði Drottins, er hann í dag mun láta fram
við yður koma; því að eins og þér sjáið Egyptana í dag, munuð
þér aldrei nokkurn tíma framar sjá þá. Drottinn mun berjast
fyrir yður, en þér skuluð vera kyrrir.“ (2. Mós. 14.13., 14.) Drott-
inn mun berjast fyrir okkur!
í síðari Kronikubók stendur: „Hræðizt eigi né skelfizt, því að
eigi er yður húinn bardaginn, heldur Guði.“
1 Róm. 8. ritar Páll: „Ef Guð er. með oss, hver er þá á móti
oss?“
„Móse sagði: „Standið stöðugir, og munuð þér sjá hjálpræði
Drottins.“ En hver er svo kyrr, að hann hreyfi sig ekki neitt?
Dauður maður! Til að standa stöðug þurfum við daglega að
deyja okkur sjálfum. fsraelsmenn spurðu Móse: „Hví. hefir þú
gert oss þetta? Tókst þú oss burt til þess að deyja á eyðimörk-
inni?“
Hugleiðið þetta. Svarið er „já!“ Til að deyja, andlega talað,
deyja sjálfum sér, áformum sínum, ótta sínum, vilja sínum. Ef