Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 33
norðurljósið
33
þeir dóu sjálfum sér og treystu Guði, mundi hann hafa leitt þá
skemmstu leið, trúarleiðina, inn í fyrirheitna landið. En af því
að þeir dóu ekki sjólfum sér, heldur þráðu í hjörtum sínum
Egiptaland, þurfti Guð að láta þá reika um eyðimörkina í fjöru-
tíu ár.
Ert þú staddur í eyðimörkinni? Þráir þú öðru hvoru það, sem
heimsins er? Finnst þér léttara að gefast upp fyrir freistingu en
berjast við hana? Ertu hræddur við óvinina, sem kunna að
verða á leið þinni? Sé þetta svo, þá eru orð Móse við Israel ein-
mitt handa þér:
„Ottizt ekki, standið stöðugir, og munuð þér sjá hjálpræði
Drottins, er hann í dag mun láta fram við yður koma. Drottinn
®un berjast fyrir yður, en þér skuluð vera kyrrir.“
Þegar gamla eðlið, holdið, eiginviljinn deyr, þegar takmark
okkar er að gera vilja Guðs einungis, þegar við sjálf erum kyrr,
þá berst Guð fyrir < kkur. Þá göngum við inn til hvíldar Guðs,
mn í okkar fyrirheitna land, þar sem ríkir friður og gleði, góð-
vild og kærleikur.
----------x----------
Þýðing komu Krists fyrir mannkynið
EFTIR RITSTJÖRANN.
Fyrri koma hans.
„Myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum.“
Þegar rennt er augum yfir heiminn, eins og hann blasir við
sýn á vorum dögum, þá munu margir eða allir taka undir orð
Jesaja spámanns hér að ofan og viðurkenna, að þau eru sönn.
Dfriðarblikur skyggja á sól friðar.ins. Ofviðri nýrrar lieims-
styrjaldar getur skollið á fyrr en varir.
Andlegt myrkur liggur yfir löndum og þjóðum, þar sem áður
hefir skinið og ljómað ljósið frá blöðum heilagrar ritningar. Nú
er henni haínað, og margir vita ekki, á hvað skuli trúa og treysta.
Siðferðismyrkur flæðir yfir, þar sem ljósið frá biblíunni hefir
verið slökkt. Afbrot magnast, einkum meðal æskulýðsins. Fé-
girnd og sviksemi dafna sem gorkúlur í vætutíð.
I'relsissvipting á stjórnmálasviðinu liggur sem martröð á
m°nnum í mörgum eða flestum löndum. Þar sem enn er svo-
r*efnt lýðræði er það meira í orði en á borði. Voldugir stjórn-
toálaflokkar heyja sín reiptog um forustu og völd. Hver maður