Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 34
34
NORÐURLJÓSIÐ
á að hlýða sínum flokki, fylgja sínum leiðtogum og helzt ekki
að hugsa neitt sjálfstætt.
Það hvílir í sannleika myrkur yfir þjóðunum, jafnVel enn í
dag.
Ekki var það betra áður en Kristur kom. Sami sortinn lá yfir
jörðinni þá, eins og nú, nema hvað myrkrið var enn þá svartara.
Anauðin var verri, og hræðslan við dauðann meiri en hún er nú.
Jesús frá Nazaret kom til sögunnar og sagði: „Meðan ég er í
heiminum, er ég heimsins ljós.“
Þetta var stórkostleg staðhæfing. Hvað gerði hann, sem gat
sannað hana?
Hann safnaði ekki her og háði engar orrustur. Ásamt nokkr-
um mönnum gekk hann um kring „gerði gott og græddi alla,
sem af djöflinum voru undirokaðir,“ eins og Pétur sagði, sam-
tíðarmaður hans, um hann. Þjónusta hans Var framkvæmd af
kærleika.
Hann bauð þeim, sem erfiðuðu og hlaðnir voru þunga, að
koma til sín. „Þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld.“ Hann hét
því ekki, að taka byrðina af baki þeirra, sem hlaðnir voru þunga,
né erf.iðið frá þeim, er strituðu. En hjá honum skyldi sál þeirra
finna hvíld, hvernig sem ytri kringumstæður voru. i
„Hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur
hafa ljós lífsins,“ sagði hann. Hann sagði ekki, að hann tæki
myrkrið brott úr öllum heiminum. Heldur ekki myrkur efasemda
og trúleysis, myrkur vonbrigða, siðferðismyrkur, myrkur dauð-
ans. En hann hét þeim, sem kæmi til hans og fylgdi honum, að
hann skyldi hafa ljós til að ganga við og þar með getá sneitt hjá
öllum hættum, sem í myrkrinu leynast.
Svo dó hann, réttlátur fyrir rangláta, á krossinum á Golgata.
Saga hans virtist á enda, loforð hans orðin að engu, myrkrið
jafnsvart sem áður og svartast þó í sálum þeirra manna, sem
tengt höfðu æv.i sína og alla framtíð við hann.
Þá reis hann upp aftur. Hann birtist þeim mönnum, sem Guð
hafði kj örið til þess, að þeir skyldu verða Vottar að upprisu hans
og vottar hans hjá lýðum ísraels og hjá heiminum öllum með
ræðum sínum og þeim vitnisburði um ljósið, sem geymdur er í
þeim. Upprisan varpaði birtu yfir gröfina og ljósi á dauðann.
Hann steig upp til himna. Þar settist hann við hægri hönd
Guðs. Þaðan sendi hann Anda sinn, heilagan Anda, til lærisvein-
anna, sem biðu hans í Jerúsalem.
Andinn kom og klæddi þessa votta, þessa venjulegu menn,