Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 35
norðurljósið
35
krafti Guðs frá hæðum. Hann fyllti þá, lyfti þeim upp yfir ótt-
ann, sem áður hafði lamað þá. Hann lét þá fara út, fara út um
landið og heiminn, fræða menn um Jesúm, snúa þeim til hans,
krýna hann sem konung sinn. Þeir læknuðu og líknuðu fátækum,
rnynduðu bræðrafélag, sem efldist og útbreiddist, bræðralag,
sem stendur og starfar í kærleika enn í dag.
Klerkar og konungar, keisarar og alls konar maktarmenn of-
sóttu votta Krists. Myrkrið í heiminum hatað.i ljósið frá Kristi.
Hatrið ofsótti kærleikann, heimskan vizkuna, 'hleypidómar og
fáfræði ofsóttu frelsið og þekkinguna frá Kristi. Á bak við þetta
myrkur var djöfullinn, „höfðingi þessarar aldar,“ eins og ritn-
ingin segir.
Ofsóknirnar brugðust, þær buguðu ekki kristnina, þær breiddu
hana út. Þá slíðraði heimurinn brand sinn. Hann breytti um svip
og bað um inngöngu í kristnina.
Bragðið hreif. Heimurinn lét kalla sig kristinn, en breytti í
fáu háttum sínum. Óðar en hann sá sér færi, hóf hann, viður-
kennda kristnin, kirkjan, að ofsækja þá, sem halda vildu fast við
Krist sjálfan og ganga í ljósi hans einu. Heimurinn nefndi sig
kristna kirkju, en andi hans var víðsfjarri anda kærleikans, anda
Krists.
Aldirnar hafa liðið. Yfir jörðinni hvílir myrkur og sorti enn
í dag. Glampandi ljósdeplar sannleika Krists og kærleika skína
hér og þar. Hve lítið megna þeir að dreifa myrkrinu samt!
Á þetta ástand að vara til eilífðar?
Síðari koma Krists.
Margar eru myndirnar dökkar, sem ritningin dregur upp af
astandi mannkynsins á liðnum öldum. Svartastar allra eru þær
þó, sem boða þá tíma, sem hún nefnir síðustu tíma.
Hún sýnir heiminn þá undir sameiginlegri stjórn. Maður sá,
er situr við stýrið og stjórnar heiminum, rís gegn öllu, sem nefn-
lst Guð eða helgur dómur. Engum á að lúta og engan dýrka nema
hann sjálfan.
Hún sýnir fráfallna kirkju, alkirkju, sem ofsótt hefir þá, sem
leyft hafa sér að dýrka Guð með öðrum hætti en hún sjálf segir
fyrir.
Hún sýnir styrjaldir, friðinn tekinn burt af jörð.inni, svo að
^oennirnir brytja hverjir aðra niður.
Hún sýnir hallæri og hungur, svo að nauðsynlegar matvörur
eru í geypiverði,