Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 36
36
NORÐURLJÓSIÐ
Hún boðar hamfarir í náttúrunni, jarðskjálfta, svo að borgir
hrynja; æðigang sjávar, svo að angist verður meðal þjóðanna
í ráðaleysi við dunur hafs og brimgný.
Hún talar um skógarelda og graselda í miklu stærri mæli en
áður hefir nokkru sinni þekkzt.
Hún getur um röskun á sólkerfinu, sem veldur fyrst feikna-
hitum, en síðan skerðing á hirtu sólar og tungls.
Hún sýnir okkur menn, sem tilbiðja illa anda og skurðgoð,
menn, sem láta eigi af manndrápum, frillulíf.i og þjófnaði.
Hún segir frá því, að þá munu allar þjóðir jarðarinnar safna
saman her og senda gegn ísraelslandi og Jerúsalem, svo að þeim
verði engin undankomu von. Takmark þeirra er alger tortíming
ísraels.
Kristur segir um þessa síðustu tíma: „Ef þessir dagar yrðu
ekki styttir, kæmist eng,inn maður af; en sakir hinna útvöldu
munu þessir dagar verða styttir.“
„Hvers vegna leyfir Guð, ef hann er til og ef hann er góður og
almáttugur, að allt þetta komi yfir mennina?“ munu sumir vilja
spyrja.
Guð gaf manninum frjálsan vilja, þegar hann skapaði hann.
Sérhver maður gat og getur valið, hvort hann vill hlýða Guði
og gera vilja hans eða hlýða sjálfs sín vilja eða annarra manna.
Maðurinn hefir kosið að yfirgefa Guð og gera vilja sinn, en
ekki vilja Guðs. Það verður að reyna til þrautar, hvort maður-
inn megnar að stjórna sér sjálfur, eða hvort taka verði frjáls-
ræðið af honum.
Sérhverjum hugsandi nútímamanni er ljóst, að mannkynið
hefir skapað sér vandamál, sem það getur ekki leyst. Þau vanda-
mál fara versnandi, ekki batnandi, unz því hámarki verður náð,
sem biblían lýsir. Þess vegna verður Guð að grípa fram í og
bjarga mönnunum. Hann hefir líka fleiri ástæður til þess.
Guð 'hótaði Israel refsingu, ef þjóðin félli frá honum. Hún
óttaðist ekki hótun Guðs, og hann lét hana koma fram. ísrael
missti land sitt og var dreift út um heim.inn, eins og Guð hafði
sagt.
En Guð hefir einnig boðað, að hann muni sér til dýrðar endur-
reisa ísrael, gefa þjóðinni landið á ný, láta hana njóta þess og
hljóta þar frið og farsæld. Eins og hann stóð við hótanir sínar,
svo stendur hann einnig við loforð sín og fyrirheit.
Fyrirheit sitt um endurreisn ísraels, frið og öryggi, lætur
hann rætast á þann hátt, að Kristur kemur aftur.