Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
Uppreisn þessi sannar orð Krists: „Enginn getur séð Guðs
ríki, nema hann endurfæðist. Mennirnir hafa verið neyddir til
að lifa undir stjórn Krists, vilji þeirra margra hefir ekki veriö
undir hann lagður. Þannig kemur í ljós, hvernig hjarta mannsins
er, nema hann endurfæðist af orði Guðs og heilögum Anda.
Uppreisnin eftir þúsundáraríki Krists sýnir það og sannar,
hvílík fjarstæða það er, að allir menn, sem nú deyja, fari beina
leið til himnaríkis við dauðann, til Guðs og Drottins Jesú Krists.
„YSur ber (yður er nauðsynlegt) að endurfæðast,“ sagði
Kristur við Nikódemus. Endurfæð.ing vegna þess, að Jesú er við-
taka veitt sem Drottni og frelsara, er hverjum manni nauðsyn.
Hún er upphaf nýrrar tilveru á nýrri jörð undir nýjum himni í
nærveru Guðs og Drottins Jesú, eins og biblían boðar. Aðeins
þeir menn, sem þannig hafa endurfæðzt og orðið hluttakar guð-
legs eðlis, munu aldrei gera uppreisn á móti Guði. Þeir eru
gæddir eðli hans. Eins og mannlegt eðli nýtur samvista annarra
manna, þannig nýtur guðseðlið samvista Guðs. Eins og þeir, sem
frelsaðir hafa verið frá bráðum bana, eiga að vera lífgjafa sín-
um þakklátir, þannig verða þeir, sem endurfæðast, eilíflega þakk-
látir Guði, af ’því að hann frelsaði þá frá syndum þeirra og fyrir-
gaf þeim misgerðir þeirra.
Ert þú endurfæddur? Ef ekki, hví ekki að veita Jesú viðtöku
nú í dag sem Drottni þínum og frelsara?
--------x-----*—
Bænin náði yfir Atlanzhafið
Það var mikil fjárþörf vegna hluta, sem kristniboð eitt í Afríku
var í þörf fyrir. Bænagerð hafði verið um tíma vegna þessa, en
peningar komu ekki. Það virtist, að fé yrði að koma, en ekkert
kom.
Morgun einn gat kristniboðinn ekki hætt að biðja á eftir
morgun-guðræknistund. Hún var hálfu lengri en vant var. Þegar
hann opnaði póstinn þennan dag, þá var þar bréf frá rúmföstu
guðsbarni í Pennsylvaníu. í bréfinu stóð: „Ég hefi fundiö bænir
þínar toga í. Ég vona þetta hæfi þörfum þínum.“ Með bréfinu
fylgdi ávísun, og upphæð hennar var hin sama, sem Drottinn
hafði verið beðinn um.
Bænirnar höfðu stigið upp frá kristniboða í Afríku, en guðs-
barn í Pennsylvaníu fann, að þær toguöu í. Hvílík trú!
C. H. C.