Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 40
40
NORÐURLJOSIÐ
ið til Freysteins Gunnarssonar, sem kenndi þá í Kennaraskólan-
um. En hann færðist undan að tala, því að tíminn til undirbún-
ings væri of stuttur.
Nú voru góð ráð dýr. En livort sem það var gott ráð eða ekki,
fékk Stefanía þá bráðsnjöllu hugmynd, að biðja mig að flytja
þarna ræðu!
Það var komið laugardagskvöld. Ég var genginn til náða,
þreyttur að loknu dagsverki, ásamt öðrum manni, er svaf hjá
mér.
Allt í einu er Stefanía komin að rekkju okkar og tekur að tjá
mér vandræði félagsins og biður mig að reyna að bjarga málinu
við og lialda ræðu næsta dag! Eg var víst ekki of fús til að lofa
slíku, en lét undan þrábeiðni og þó á þann hátt, að ég lofaði að
lala þarna, ef mér dytti eitthvað í hug.
Eg fór svo að sofa og vænti þess fastlega, að mér dytti ekkert
í hug og yrði laus við loforðið.
Hefir þú nokkurn tima vaknað við kölduflog, svo að þú hafir
skolfið og nötrað? Þannig vaknaði ég um klukkan 5 næsta morg-
un, gagntekinn af köldu og skelfingu! Allt þetta átti þá orsök,
að mér hafði dottið eitthvað í hug, sem ég gæti talað um!
Nú er þess að geta, að ég er án vafa ekki fæddur ræðumaður.
I Kennaraskólanum veitti ég því óðar athygli, hve létt var sum-
um skólabræðrum mínum um mál. Þeir gátu haldið langar ræð-
ur, er streymdu af vörum þeirra líkt og foss. Eg gat sagt nokkrar
setningar. Þá var kollurinn á mér orðinn tómur og munnurinn
þess vegna líka!
Hvað hafði mér dottið í hug? Sú hugmynd að leggja út af
sálmi eða andlegu ljóði, sem ég hafði lært. Það var þannig, muni
ég rétt:
Ein bók er til, af fróðleik full,
með fagurt letur, skírt sem gull,
og indæl bók í alla staði
með eitthvað gott á hverju blaði.
Hvort sýnist þér ei stíllinn stór
hinn stirndi himinn, land og sjór?
En smátt er letrið líka stundum,
hin litlu blóm á frjóvum grundum.
Les glaður þessa góðu bók,
sem Guð á himnum saman tók.