Norðurljósið - 01.01.1966, Page 42
42
NORÐURLJÓSIÐ
horfir fast á mig um leið. Skildi ég, að skelfingarstundin væri
til fulls runnin upp. Reis ég þá á fætur og flutti stutta tölu, þótt
tungan loddi nálega við góminn. Oskaði ég þess að lokum, að
okkur mættu hlotnast tveir hlutir af andagift og kennarahæfi-
leikum síra Magnúsar. En það var bæn Elísa, er Elía fór frá
honum til himins í stormviðri forðum, að honum mættu hlotn-
ast tveir hlutir, það er tvöföld andagift Elía. Minna taldi hann
sér ekki nægja. En sr. Magnús var afburðakennari.
3. RÆÐAN Á VÍFILSSTÖÐUM.
Ég gat þess í síðasta árgangi, að ég varð að fara til Vífils-
staða með vetrarkomu 1923. Ég hafði ætlað mér að sigla inn á ör-
ugga höfn kennarastöðu, en mér var ætluð kennsla á öðru sviði.
A Vífilsstöðum hitti ég fyr.ir frú Valgerði Briem, fyrri konu
sr. Þorsteins Briem og síðar ráðherra. Hún var trúkona mikil
og hélt uppi húslestrum á sunnudögum fyrir sjúklinga í hælinu.
Nú var hún á förum, en fól mér lestrana, meðan ég væri þar.
Húslestrar héldu því áfram og segir ekki af þeim, meðan lest-
ur var til fyrir hvern sunnudag. En svo kom að því, að lestur
vantaði, mig minnir fyrir sunnudaginn milli jóla og nýjárs.
Nú sótti á mig þessi hugsun: Á þessi stund að falla niður, af
því að lestur vantar? Einhver innri rödd hvíslaði að mér: „Þú
átt að tala sjálfur.“ Ég var ekki fús til þess. Hins vegar fann ég,
að ég átti erfitt með að færast undan, af því að ég hafði þó þessa
reynslu af að tala, sem segir hér að framan. En mér fannst mig
skorta kraft til þess. Ég var feiminn.
Bæn mín til Guðs varð því þessi: „0, Guð, gefðu mér kraft, ej
ég tala á sunnudaginn kemur.“ En það var enga bænheyrslu að
finna. Mér leið alltaf ver og ver. Loks sleppti ég legutíma í skála
um miðjan daginn og gekk út í hraun. Ég bað alltaf á sömu leið:
„0, Guð, gefðu mér kraft, ej ég tala á sunnudaginn kemur.“ En
það hjálpaði ekkert. Loksins mælti ég í örvæntingu: „0, Guð,
gefðu mér kraft, þegar ég tala á sunnudaginn kemur.“
Þetta eina orð: þegar, gerbreytti öllu. Ég hafði gefizt upp fyr-
ir Guði. Ég varð rólegur og hóf að undirbúa mig. Ég hafði num-
ið í skólanum, hvernig átti að búa sig undir kennslustund. Að-
ferðin við að búa sig undir ræðu er nákvæmlega hin sama:
1) Safna sér nógu efni til að tala um. 2) Raða því sem rökrétt-
ast og skipulegast niður. 3) Festa meginatriðin á blað og hafa
hjá sér til minnis. 4) Hafa einhverja sögu til að festa meginefn-
ið í minni nemenda, eða áheyrenda.