Norðurljósið - 01.01.1966, Side 43
norðurljósið
43
Ræðuefni mitt var kaflinn í Lúk. 7. 18.—23., frásagan, er
Jóhannes skírari sendi til Jesú og lét spyrja hann: „Ert þú sá,
sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?“ Kafli þessi var
valinn með hliðsjón af því, að þarna mundi verða viðstatt fólk,
sem áreiðanlega vænti annars frelsara en Drottins Jesú Krists.
Eg hafði rekizt á söguna af Deliu í bókasafni Vífilsstaðahælis.
Delia var ung stúlka, sem hafði verið tæld og leidd á glapstigu
af manni, sem hún treysti. Fall hennar var algert, og hún varð
hin ókrýnda drottning meðal glæpamanna í skuggahverfum New
York borgar. Eigi að síður varð hún unnin og hún snerist til
trúar á Drottin Jesúm. Viðreisn hennar var kraftaverk hans, og
viðleitni hennar á skammri ævi eftir þetta, að vinna aðra til trú-
ar og fylgis við frelsarann, bar mikinn ávöxt. Eg las úr þessari
sögu, þegar ég flutti ræðu mína, til að sanna, að Jesús er enn
í dag fullnægur frelsari.
Ef til vill les þessar sögur mínar einhver sá, sem feimni eða
ótti við mistö-k heldur frá að tala á samkomum, eða að vitna um
Krist. Sá Guð, sem hjálpaði mér, getur einnig hjálpað honum.
Móse færðist undan að tala, þegar Drottinn kallaði hann. „Eg
er maður málstirður," sagði hann. En prédikarinn Moody sagði,
að hann vildi að hann gæti haldið aðrar eins ræður og Móse
hélt, þegar hann hafði verið með Drottni 38 ár á eyðimerkur-
ferðinni forðum.
Aðalatriðið er að þekkja Drottin og vera með honum. Þá
kemur vitnisburður um hann eins og af sjálfu sér. Geri hann
það ekki og knýi Guðs kall á að vitna eða tala, þá er um það eitt
að ræða: acf hlýða, varpa sér upp á Drottin og hans náð.
Mér finnst ég sjá hönd Guðs greinilega í þessum atvikum:
1- Ég er valinn, þótt úrvals kennaraefni væru í skólanum, sumir
lærðir úr öðrum skólum, svo sem Pálmi Jósefsson og Isak Jóns-
son. 2. Sr. Ólaf vantaði kaupamann og mig vinnu. 3. Síra Magnús
gat ekki efnt loforð sitt og engan mann að fá. 4. Mér er ýtt út í
það að halda ræðu í Kennaraskólanum. 5. Ég er knúinn til að
tala á guðræknisstund á Vífilsstöðum. Þetta býr mig undir kall
Erottins til starfs, en það fékk ég veturinn 1924—1925, þegar ég
var kennari á Akranesi.
-x-