Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 44
44
NORÐURLJÓSIÐ
Skírn í nýja testamentinu
1. Skírn Jóhannesar. Matt. 3. Mark. 1, Lúk. 3. Táknmynd af
iðrun, breytingu hugarfarsins og gerbreyttu líferni.
2. Jesús var skírður. Matt. 3., Mark. 1., Lúk. 3.
3. Jesús fékk fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes. Jóh.
4. 1. Hann framkvæmdi 'þó verkið ekki sjálfur, heldur læri-
sveinar hans.
4. Jesús gaf lœrisveinum sínum f-yrirskipun um skírn. Matt. 28.
18,—20. Mark. 16. 15., 16.
5. Pétur postuli prédikaði skírn: „Gerið iðrun, og sérhver yðar
láti skírast í nafni Jesú Krists.“ Post. 2. 38.
6. „Þeir, sem þá veittu viðtöku orði hans, voru skírðir.“ Post.
2. 41.
7. Samverjarnir, sem tóku trú, létu skírast. Post. 8. 5., 12.
8. Símon töframaður tók líka trú og var skírður. Post. 8. 13.
9. Filippus boðaði hirðmanninum fagnaðarerindið um Jesúm
og skírði hann eftir ósk hans. Post. 8. 26.—39.
10. Sál frá Tarsus lét skírast, er hann hafði tekið trú á Jesúm.
Post. 9. 1.—18.
11. Pétur postuli hauð, að heiðingjarnir, sem tekið höfðu trú og
fengið heilagan Anda, skyldu skírðir verða í nafni Jesú
Krists. Post. 10. 34.—48.
12. Lydia var skírð, er hún hafði gefið gaum að ræðu Páls.
Post. 16. 14., 15.
13. Fangavörðurinn í Filippí var skírður og fólk hans, er honum
og öllum á heimili hans hafði verið flutt orð Drottins. Post.
16. 30.—34.
14. Margir Korintumenn, sem hlýddu á boðskap Páls, tóku trú
og létu skírast. Post. 18. 4.—8.
15. Menn, er skírðir höfðu verið upp á skírn Jóhannesar, fengu
að heyra, að þeir ættu að trúa á Jesúm. Er þeir heyrðu það,
létu þeir skírast til nafns hans. Post. 19. 1.—5.
16. Páll postuli skírði Krispus og Gaius og heimamenn Stefan-
asar. 1. Kor. 1. 14 og 16. vers.
HVORT KEMUR FYRR TRÚ EÐA SKÍRN?
1. Ofangreind dæmi úr ntm. svara þessari spurningu. Menn
1) heyrðu orðið, 2) trúðu boðskapnum og 3) létu skíra sig.
2. Þetta er í samræmi við orð Drottins Jesú í Mark. 16. 15., 16.
Postularnir áttu að 1) prédika og 2) skíra þá, sem trúðu.