Norðurljósið - 01.01.1966, Page 45
norðurljósið
45
3. í Matt. 28. 18.—20. er röðin hin sama: 1) Menn gerðir að
lærisveinum, 2) „skír.ið þá.“ Neðanmálsþýðingin á Matt.
28. 19....„gerið allar þjóðirnar að lœrisveinum, með því
að skíra þá (til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga
anda) á sér engan stað í frumtexta liiblíunnar. Þar er ekkert
orð, sem þýða eigi með orðunum: með því að. í riti sínu
„Nýtt og gamalt“ I. þýddi síra Sigurbjörn A. Gíslason þennan
texta bókstaflega eftir frumtexta bi'blíunnar og sleppti orð-
unum: með því að. Hið sama gerði Lúter, er hann þýddi
þennan texta á þýzku, þótt síðari tíma guðfræðingar, sem
endurskoðað liafa þýðingu hans, hafi bætt þar við orðum,
sem samsvara: með því að. Ollum væri hollt að muna orðin
í Orðskv. 30. 6.: „Bæt engu við orð hans, til þess að hann
ávíti þig eigi, og þú standir sem lygari.“
SKÍRNARAÐFERÐIN ER NIÐURDÝFING
samkvæmt framangreindum heimildum biblíunnar.
1. „Þeir létu skírast af honum í ánni Jórdan.“ Matt. 3. 6.
2. „Og er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu.“
Matt. 3. 16.
3. Gríska sagnorðið baptizó merkir að dýfa í, færa í kaf. Þeir,
sem skírðu, dýfðu þeim, sem þeir skírðu, á kaf í vatnið.
Þeir, sem nú á dögum skíra niðurdýfingarskírn, dýfa þeim,
sem skírast, á kaf í vatn. Með þessari aðferð var Drottinn
vor Jesús skírður, þannig skírðu postular hans, og þannig
var skírt í frumkr.istninni. Síðar var íarið að skíra með
ádreifingu vatns. I bók um skírnina, sem Lúter ritaði og gefin
var út árið 1526, gerir hann ráð fyrir því, að harninu sé difið
ofan í skírnarlaugina. Grísk-kaþólska kirkjan skírir enn í
dag með niðurdýfingu.
HVAÐ MERKIR NIÐURDÝFINGARSKÍRN?
Samkvæmt kenningu Páls í Róm. 6. 1.—11. er hún táknmynd
af dauða Krists, greftrun og upprisu. í skirninni táknar sá, sem
skírður er, með því að láta skíra sig, að hann sé dáinn og greftr-
aður syndinni og nú upprisinn til að lifa nýju lífi. Þannig var
skírn ísraelsmanna í skýinu og Hafinu rauða táknmynd þess,
þraeldómurinn undir valdi Faraós væri úr sögunni og að
þeir væru að byrja nýtt líf sem frjálsir menn. Hliðstæð þessu
Var reynsla Nóa, sem frelsaðist frá dauðadómi syndaranna með
bví að vera í örkinni gegnum flóðið og byrjaði svo nýja tilveru