Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 50
50.
NORÐURLJÓSIÐ
því, sem læknar höfðu sagt. En maður hennar og dóttir —- og
hún sj álf, er hún heyrði um guðlegar lækningar og fór að hlusta
á útvarpsþættina — stóðu föst fyrir þrátt fyrir andstætt líkam-
legt ástand. Þau héldu fast við þá trú, sem ekkert gat rótað, að
hún mundi verða heilbrigð.
Hún var nærri alltaf í rúminu, of magnvana og veik til að
vera á fótum nema mjög stutt í einu. Kvalirnar voru óbærilegar,
nema vegna lyfjanna, sem læknarnir létu hana hafa heim með sér.
„Þegar þau eru búin,“ höfðu þeir sagt við hana í sjúkrahúsinu,
um leið og þeir fengu henni miða, „biðjið þá manninn yðar að
fá út á þennan lyfseðil.“
Stella vissi ekki fyrr en miklu síðar, að systir hennar og tvö
náin skyldmenni sóttu samkomurnar reglubundið til að biðja
fyrir henni. Sjálf var hún færð þangað hér um bil sex vikum
eftir, að hún kom heim úr sjúkráhúsinu.
Svo veik var hún þá, að hún velti fyrir sér, hvort hún mundi
lifa af ferðina til Youngstown. Hún seldi alltaf upp, meðan hún
var á leiðinni þangað, og þar urðu maður hennar og tengdasonur
að bera hana upp þrepin að samkomusalnum. Hún var þá lítið
yfir 40 kg. að þyngd.
„Eg fann til nálægðar Guðs þar t fyrsta sinni,“ segir Stella,
,,og ég fékk að reyna kraft hans.“
A hverjum sunnudegi eftir þetta, alveg sama hve veik hún var,
fóru þau til Youngstown. Þótt hún læknaðist ekki þegar í stað,
fór líðan hennar smábatnandi. Hún hafði ekki getað neytt meir
en fárra teskeiða af graut mánuðum saman. En á leiðinni heim
þriðja sunnudaginn bað hún mann sinn að nema staðar og kaupa
eitthvað af nýju grænmeti. Hann andmælti því. „Þú getur ekki
borðað neitt líkt því!“
„Jú, það get ég,“ sagði hún. „Eg ve.it ég get það.“ Um kvöldið
borðaði hún stóran skammt af grænmeti án slæmra eftirkasta.
Eftir viku bað hún mann sinn að kaupa miðdegisverð í Youngs-
town. Þar neytti hún hinnar fyrstu máltíðar, sem hún hafði getað
etið og notið, síðan veikindi hennar hófust.
Það var enginn vaf.i á því, að henni var að batna, en þrautirnar
héldu áfram. Kvöld nokkurt snemma í maí þrutu lyfin* sem hún
hafði fengið hjá sjúkrahúsinu. Hún bað mann sinn að skreppa
í lyfjatbúðina og fá út á lyfseðilinn.
„Eg gekk inn í þessa lyfjabúð,“ sagði Herbert, „og skyndilega
var sem ég heyrði rödd segja: „Stella þarf ekki þessar kvalastill-