Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 55
norðurljósið
55
Kuhlman eitthvað, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Hún sagði, að
lcekning væri til handa hverjum manni alveg eins og hjálprœðið
væri handa hverjum manni. „Þarna kemur það,“ hugsaði ég, svo
að ég sagði: ,0, Guð, gerðu svo vel að lækna augað mitt! Eg bað
ekki um lækning beggja augna!“
Nú var kominn tími Georges. Jafnskjótt og hann bað um lækn-
ingu, fór hann að svíða ákaft í blinda augað. Þrátt fyrir það, að
hann tryði, að Guð mundi lækna, skild.i hann ekki, hvað var að
gerast.
Þegar slysið vildi til, brann stykki úr augnalokinu, svo að það
varð sem V í lögun. Oft kom það fyrir, er hann lokaði augunum,
að augnhárin rákust á augað og ollu brunasviða. George hélt, að
þetta hefði komið fyrir núna. En þá tók hann eftir því, að konan,
sem sat næst honum, horfði framan á jakkann lians. Hann leit
niður til að sjá, á hvað hún væri að horfa, og sá, að hann var
blautur af tárum, sem streymdu úr blinda auganu hans.
„Ég man, hve hræðilega ég fór hjá mér,“ segir hann brosandi,
i,og hvað ég flýtti mér að taka upp vasaklútinn minn til að þerra
tárin af jakkanum mínum.“
Samkomunni lauk. George reis úr sæti og lagði af stað fram
ganginn. Hann sneri sér að unga manninum, sem komið hafði
nieð hann, og sagði: „Það er einhver mjög undarleg tilfinning,
sem ég get ekki skýrt; en það er eitthvað yfir mér, sem ég get
ekki skilið.“
Það var að sjálfsögðu kraftur Guðs, sem hann hafði aldrei
áður fengið að reyna.
Hjónin tvenn lögðu af stað heim í Grove borg.
»,Þegar við beygðum inn á okkar akveg,“ segir George, „tók
ég eftir vegarmerkjunum: ,Leiðir 8 og 62.‘ Ég hafði aldrei séð
þessi vegarmerki áður, en ég gerði mér enn ekki ljóst, hvað hafði
gerzt.
„Við fórum yfir hæðina. Allt í einu var sem þykkt ský, er hulið
befði sólina, l.iði frá, svo að hún skini skært og sterkt. Ég leit til
bimins, en þar var hvergi skýskaf á lofti.“
Þá varð George ljóst, að eitthvað stórkostlegt hafði gerzt.
Þau voru nú stödd á þeim hluta hæðarinnar, þar sem sjá mátti
'egmn neðan hennar. George lokaði „góða“ auganu, og með
binu, sem ver.ið hafði blint í tuttugu og eitt ár, sá hann vagnana
renna upp hina hæðina.
„Eg varð alveg stein'hissa," rifjar hann upp fyrir sér. „Ég gat