Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 56
56
NORÐURLJÓSIÐ
ekki trúað þessu, og ég sagði ekki neitt í góða stund. Þetta undur
alveg yíirbugaði mig.“
Hann sner.i sér loks að konu sinni og kaliaði upp: „Eg get séð!
Ég get séð allt! “
Þegar þau komu heim, gekk George inn í húsið eftir óvenju-
legri leið. Venjulega er gengið úr forstofunni inn í eldhúsið. En
hann gekk um dagstofuna og borðstofuna til bakdyranna.
„Hinum megin við eldhúsgólfið var lítil klukka,“ segir hann,
„sem ég hafði keypt, ein af þessum veggklukkum með mjög lítilli
skífu. Aður en ég sneri mér við til að líta á klukkuna, sagði kon-
an mín: „Getur þú virkilega séð með því auga?“
George huldi hitt augað og las á skífuna: „Vantar fjórða part
í sex,“ sagði hann hiklaust.
Konan hans brosti með gleðisvip og mælti: „Guði sé þökk,
það er satt. Þú getur séð.“
Þið takið eftir því, að ég hafði aldrei beðið fyrir George Orr.
Ég hafði aldrei snert hann. Lækningin kom til hans, án þess ég
vissi af, þegar hann sat í áheyrendasalnum síðdegis þennan maí-
dag 1947.
George fór nú aftur í stofu gleraugnasérfræðingsins, sem
tuttugu og einu ári áður hafði búið til gleraugu handa „góða“
auganu hans. Maður.inn var dáinn, en eftirmaður hans var þar.
George bað hann að rannsaka augað, en áður en hann gerði það,
sagði George: „Þetta auga á talsverða sögu.“
„Jæja, við skulum heyra hana,“ var svarið.
En George spurði, áður en hann sagði frá reynslu sinni. „Trúið
þér á guðlegar lækningar?“
„Já, það geri ég,“ var svarið.
Þá vissi George, að honum var frjálst að tala og sagði honum,
hvað komið hafði fyrir.
Sérfræðingurinn rannsakaði hann vandlega, og þegar hann
var hálfnaður, spurði hann: „Hvar fenguð þér gleraugu síðast?“
Þegar George svaraði: „Hér í þessari stofu,“ sagði sérfræð-
ingurinn: „Þá hlýtur skýrslan um yður að vera hér. Bíðið andar-
tak.“ ; . '
Hann brá sér í aðra stofu og kom með skýrslurnar. Hann at-
hugaði þær, og meðan hann las, leit hann á George sem hálf-
ráðþrota.
Hann lét skýrslurnar á sinn stað og lauk rannsókn sinni. Síðan
sagði hann: „Herra Orr, örið á hægra auga yðar er gersamlega