Norðurljósið - 01.01.1966, Page 59
NORÐURLJÓSIÐ
59
vanþroskaður í samanburði við hinn og var hálfum öðrum þuml-
ungi styttri.
Barnið var tíu daga í sjúkrahúsi, fleiri myndir voru teknar,
og staðfest var, svo að enginn vafi lék á því, livað gekk að hon-
um. I>á var reynt að teygja fótinn, en árangurslaust. Hann var
þá settur í eins konar steypu frá brjósti ofan á tær og látinn
fara.
Þetta var í febrúar. Fjórum mánuðum síðar, í júní, fór hann
aftur í sjúkrahúsið. Steypan var tekin burt og hann var mynd-
aður. Síðan var hann settur aftur í steypu fram í ágúst.
Það var seint í júní, sem frú Usechek heyrði fyrst um sam-
komurnar, sem haldnar eru í Carnegie salnum.
„Nágranni minn ráðlagði mér að hlusta á útvarpsþættina og
senda bænarbeiðni,“ segir hún. „Næsta dag fór ég að hlusta og
byrjaði að fasta og biðja um lækning Eugenes.“
Hinn 1. ágúst fór hún með son sinn aftur í myndatöku. Hann
var nú tekinn úr steypunni og fékk styrktarumbúðir í staðinn.
Það hafði verið nógu illt að vera í steypunni í steikjandi suin-
arhitanum, en umbúðirnar, sem náðu frá mjöðm drengsins niður
á tær, nærri sjö kg. á þyngd, reyndust ennþá óþægilegri. Eugene,
sem verið hafði með afbrigðum þolinmóður allan tímann, aldrei
kvartað og jafnvel reynt að fara í knattleik með „hópnum,“
meðan hann var í steypunni og á 'hækjum, sárbændi móður sína:
„Mamma, viltu vera svo góð, að ég fái steypuna aftur í staðinn
fyrir þessar umbúðir?“
Þessi sárbeiðni sonarins litla bugaði móðurhjartað, einkum
í ljósi þess, að vel gæti farið svo, að umbúðir yrði hann að hafa,
meðan hann lifði, nema Guð gripi fram í og fótleggurinn mundi
rýrna, eins og hann var þegar farinn að gera, og verða að fullu
gagnslaus og vanskapaður.
Síðsta daginn í ágúst fór hún alein í fyrsta sinn til samkom-
unnar í Carnegie salnum.
„Eg hafði einungis sótt kirkju mína og aldrei ver.ið á trúar-
legri samkomu, sem líktist þessari,“ sagði frú Usechek brosandi,
»og ég hafði jafnvel aldrei heyrt um reynslu endurfæðingar.“
„Mér þótti guðsþjónustan góð, en botnaði ekki neitt í neinu.
I'rátt fyr.ir það fann ég, að það var eitthvað í þessum sal, sem ég
hafði ald rei fundið áður. Ég vildi koma aftur og læra meira um
það.“
t næstu viku kom hún með Eugene í umbúðunum. Aðrir lækn-
uðust dásamlega þann dag, en ekki Eugene. Frú Usechek segir: