Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 63
norðurljósið
63
nokkru sinni veita Guðs fólki aftur andlega arfleifð sína. Vér
skulum því athuga spurninguna: „Hvenær verður vakning?“
Það verður vakning, þegar fólk Guðs greiðir gjaldið, sem hún
kostar. Þegar ég segi þetta, geri ég mér ljóst, að vissum mótmæl-
um verður hreyft. Mér er vel kunn sú staðreynd, að það eru til
tvö ólík sjónarmið viðvíkjandi vakningu. Sumir menn segja, að
vakningu verði ekki komið af stað. Hana verði að biðja niður
frá himnum. Þess vegna eigum vér engan þátt í henn.i. Guð er
einvaldur. Hann starfar, þegar hann vill starfa, og enginn maður
getur hindrað hann eða látið hann hraða sér. Vort hlutverk er
að biðja. Meira getum vér ekki gert.
Hitt sjónarmiðið er það, að maðurinn eigi talsverðan þátt í
vakningu og beri ábyrgð á því. Þetta minnir mig á tvo bændur.
Annar lítur á akrana sína og segir við sjálfan sig: „Mér þætti
gott að fá uppskeru þetta ár. Eigi að síður kemur mér það ekkert
við. Eg get ekkert gert til þess að fá hana.“ Þar með fer hann
inn í hús, sezt niður við ar.ineldinn og biður Guð að gefa sér
uppskeru. Hinn bóndinn segir: „Eg vildi lika fá uppskeru í ár,
og ég þarf margt að gera. Eg er viss um, að ég fæ hana, ef ég
geri það, sem mér ber.“ Hann fer að vinna. Hann plægir jörðina,
herfar hana og valtar. Hann sáir síðan, og þegar hann hefir gert
allt, sem hann veit að er nauðsynlegt, væntir hann þess, að Guð
gefi sólskin og regn. Með öruggu trausti hlakkar hann til upp-
skerudaganna.
Hvorn þessara tveggja telur þú betri bónda? Eg mundi velja
hinn síðar.i. í rauninni er hann sá þeirra, sem notar heilbrigða
skynsemi. Þannig er farið vakningunni. Guð sendir hana, ég veit
það. En það er talsvert, sem við þurfum að gera, þú og ég, áður
en orðið getur vakning. Það er sannfœring mín, og ég byggi það,
S(~m ég þarf að segja, á eigin reynslu og á sögum af vakningum,
sem ég hefi athugað, að sérhver söfnuður, sérlivert samfélag getur
fengið vakningu, hvenœr sem er, með því að greiða gjaldið fyrir
bana. Charles G. Finney reyndi það aftur og aftur, að hann gat
fengið vakningu, hvar sem var, ef hann uppfyllti skilyrðin fyrir
henni. Oft kom hann til einhvers safnaðar, sem var ófrjór og
áhugalaus, þar sem fólkið sýndi engan áhuga á málefnum Guðs.
Hann uppfyllti skilyrðin, og árangurinn varð, jafnvel í slíkum
^ófnuðum, að það kom m,ikil og kröftug vakning.
Það er staðreynd, að vakning kemur alltaf á dögum andlegrar
^oignunar. Þegar þörfin er mest, hellir Guð vatni yfir þurra jörð
°8 skraslnaðan jarðveg. Þá er hennar mest þörf. Aldrei voru