Norðurljósið - 01.01.1966, Side 67
norðurljósið
67
vörunin: „Ver viðbúinn að mæta Guði þínum.“ (Amos 4. 12.)
Séu þessi jimrn atriði boðuð, á einn eða annan hátt, þá hlýtur
að koma sannfœring og vakning að lokum. Postularnir töluðu
um þessi atriði, þessi efni, og á þessi efni hefir verið áherzla
lögð á tímum vakninga og trúboðs í aldaraðir.
SMUKNING ANDANS.
Þegar við störfum smurðir heilögum Anda, þá verður vakning.
Heilagur Andi er sá, sem framkvæmir verkið. Hann er Fram-
kvæmandi guðdómsins. Þetta eru tímar hans. Hann starfar í
hjörtum mannanna, hann sannfærir um synd og veitir frelsandi
trú. Það er vegna framkvæmda hans, að menn endurfæðast. Það
er hann, sem tekur Orðið, þegar það er boðað, og heimfærir það.
Af þessu leiðir, að við verðum að reiða okkur á hann. Við verð-
um að vera fullviss um, að við höfum verið smurð honum og að
við prédikum með smurningu Anda Guðs á oss.
Urn aldaraðir hafa þeir menn, sem Guð hefir notað verið menn
smurðir Andanum. Þeir hafa beðið í nálægð Guðs, unz þeir hafa
verið íklæddir krafti frá hæðum. Síðan hafa þeir farið út sigr-
andi og til að sigra. Hver sá maður, sem Finney talaði við hinn
fyrsta, minnisstæða dag, snerist seinna til Krists. Finney hafði
verið smurður, þar sem hann stóð í skrifstofu sinni, og í krafti
þeirrar smurningar talaði hann við hvern af öðrum, og aftur-
hvarf varð árangurinn.
Jón Wesley var smurður maður, það var líka George Whit-
field. Þið munið, hvernig Wesley lýsir reynslu sinni, sem hann
öðlaðist um klukkan þrjú að morgni dags, meðan hann og margir
aðrir voru á bæn. D. L. Moody var einnig smurður maður. Þ.ið
tuunið, hvernig hann bað Guð að draga hönd sína að sér, svo
uiikil var smurningin, sem hann fékk. Hann sagði frá því síðar,
að hann tók sömu ræðurnar, sem hann hafði áður flutt með
l'tlum árangri, og flutti þær aftur. Þá sá hann fólk frelsast al-
staðar. Evan Roberts var líka smurður maður. Saga hans væri
ekki öll sögð, væri þeirr.i miklu reynslu sleppt. Þið munið, að
hann mætti Guði, og í krafti þeirrar smurningar fór hann urn
Wales sem eldibrandur, er kveikti vakningu alstaðar, hvar sem
hann fór. Fyrstu prédikarar Meþódista voru allir smurðir menn,
°g báðum megin Atlantshafsins kviknuðu vakningar eldar, hvar
sem þeir fóru og boðuðu fagnaðarerindið.
Ueir, sern þjónustuna veita, gera sér það ef til vill ekki Ijóst,
en yfir öllum þeim, sem Guð notar kröftuglega, hvílir leyndar-