Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
dómsfullur kraftur. Vegna þessa kraftar ná þeir árangri, sem
gerir menn alstaðar undrandi. Þeir eru eins og íklœddir með
heilögum Anda sjáljum. 0, bræður mínir, það er þessi smurning,
sem við þurfum nú á dögum. Svo margir okkar eru kraftlausir,
svo mikið af verki okkar er unnið á grundvelli vitsmunanna, svo
mikið af því er yf.irborðskennt, að við verðum að snúa okkur að
hinni einu uppsprettu máttarins, hinum blessaða, heilaga Anda
Guðs.
Jæja, nú erum við fúsir að greiða gjaldið? Vilt þú verða einn
þeirra, sem taka vilja á sig byrði vegna vakningar, uppfylla skil-
yrðin og leysa af hendi hlutverk þitt, unz vakningin kemur? Ó,
við skulum því taka höndum saman með þeim, sem eru að biðja
um vakningu. Við skulum einnig hlýða boði postulans mikla, sem
sagði: „Ger þú verk trúboða.“
Þýtt.
3. „Nem hvergi staðar".
HUGLEIÐING HANDA TRÚUÐU FÓLKI.
Eftir ritstjórann.
Þessi grein er ekki skrifuð í ádeiluhug. Hún er rituð af þrá,
þeirri, að sjá allt Guðs fólk taka æ meiri og meiri framförum í
trú sinni og kærleikanum til Krists.
Lot var á flótta, kona hans og dætur tvær.
Hvaðan voru þau að flýja? Ur Sódómu, borginni dauðadæmdu.
Englarnir höfðu leitt þau út og látið þau úl fyrir borgina.
Þá var sagt við Lot: „Forða þér, líf þitt liggur við! Lít ekki
aftur fyrir þig og nem hvergi staðar á öllu sléttlendinu; forða
þér á fjöll upp, að þú farist eigi.“ (1 Mós. 19.).
Sódóma var dauðadæmd. „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans,
en sá, sem gerir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1 Jóh. 2. 17.) Það
var vilji Guðs að Lot kæmist sem lengst á brott frá Sódómu. Guð
vill koma þér og mér sem lengst á brott frá dauðadæmdum
heimi, sem glötunin vofir yfir.
Englarnir, sendiboðar Guðs, höfðu leitt Lot út. Einhver maður,
einhvert orð frá Guði vakti þig og mig og kom okkur á trúar-
braut.
Lot mátti hvergi nema staðar, unz hann væri kominn á óhultan
stað. V.ið megum hvergi nema staðar á trúarbraut okkar, ef við