Norðurljósið - 01.01.1966, Page 71
NORÐURLJÓSIÐ
71
speki og mæla af þekkingu. Hvað um kraftaverk og líknarstörf?
Þetta er meðal náðargáfna Andans. Hvílíkur vitnisburður væri
það, einmitt hér á landi, meðal rangsnúinnar, spilltrar og fráfall-
innar kynslóðar, ef menn sæu kraftaverk gerast? Sækjast menn
alls ekki eftir þessu? Vilja þeir ekki fúsir vera verkfæri og vottar
Guðs, íklæddir krafti Andans? Eða er þeim nóg að vitna um
reynslu sína og standa nálega kyrrir, eða alveg kyrrir, ár eftir ár?
Flestir þeirra, sem játa trú á Drottin Jesúm, munu finna til
þess, að líferni þeirra er ekki svo fullkomið sem þeir vildu. Þess
vegna hafa komið fram „heilagleika-hreyfingar“ erlendis, þar
sem meiri áherzla er lögð á heilagleik Guðs barna en almennt
gerist. Fólki er kennt, að það geti á andartaki öðlazt algera helg-
un, algera lireinsun hjartans, svo að rangar hugsanir, óhreinar
hvatir, ósönn orð eigi sér aldrei stað.
Prédikarinn heimskunni, dr. Harry Ironside, afkomandi Ját-
varðar konungs járnsíðu (Ironside = járnsíða), segir frá því,
að hann sneri sér á ungum aldri til Krists. Hann fór skjótt að
vitna um hann, og blessun Guðs var yfir vitnisburði hans. En
hann fann til ófullkomleika síns, og hann kynntist kenningunni
um algera helgun, algeran fullkomleik kristins manns. Hann tók
að sækjast eftir þessari blessun, þessari hreinsun hjartans. Sú
stund rann upp, að hann taldi sig hafa náð þessu takmarki.
Þetta var svo dýrlegt, að hann varð að segja öðrum frá reynslu
sinni og gerði það óspart. Það leið nokkur tími, þangað til
honum varð ljóst, að Kristur var ekki lengur þungamiðjan í
vitnisburði hans, heldur reynsla hans sjálfs.
Svo rann upp sá tími, er hann fann, að eitthvað skorti á, að
allt hið illa væri upprætt úr hjarta hans. Þetta versnaði svo, að
honum varð það ofraun, og hann fór í taugahæli til að jafna sig.
Þar hitti hann fyrir tvær konur, sem orðið höfðu fyrir sömu
leynslu. Hann vonaði, að þær gætu sagt honum, hvernig unnt
væri að öðlast algerlega hreint hjarta. Þær héldu, að hann gæti
sagt þeim það. Loksins tóku þau þrjú ritninguna og rannsökuðu
nýja testamentið og komust þá á réttan kjöl. Þau sáu, hvar þeim
hafði yfirsézt.
Kjarni málsins er þessi: Dýrmæt, andleg reynsla, jafnvel náðar-
gáfa Andans eða helgunin, getur orðið sú þungamiðja, sem
Kristur á að vera. Andi Guðs kom til að gera hann dýrlegan,
'egsama hann. Maður, sem blínir á reynslu sína, beinir ekki
lengur sjónum sínum að Jesú á þann hátt, sem heilagur Andi
vill, að hann geri. Þess vegna staðnar maðurinn, hættir að taka