Norðurljósið - 01.01.1966, Page 72
72
NORÐURLJÓSIÐ
framförum að minna eða meira leyti. Þess vegna getur Guð leyft,
að ósigrar, hrasanir eigi sér stað, svo að þær knýi manninn til
að beina sjónum sínum til Jesú sem fullkomnara trúarinnar.
Eins og dr. Harry Ironside staðnaði á trúarbraut sinni, af því
að reynsla hans sjálfs, en ekki Kristur, varð þungamiðja vitnis-
burðar hans, þannig virðist fólk í heilagleika-söfnuðum á Bret-
landi hafa staðnað, svo að trúarlíf þess er á miklu lægra stigi en
leiðtogarnir vilja. Er. þá rangt að sækjast eftir heilagleika? Fjarri
fer því. „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir.“ (1 Þess. 4.
3.). „Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er
heilagur, sem yður hefir kallað, því að ritað er: „Verið heilagir,
því að ég er heilagur“.“ (1. Pét. 1. 15., 19.). Yfirsjónin liggur í
því, að menn beina sjónum sínum að einhverju einu, reynslu eða
ástandi, í stað þess að beina sjónum sínum til Jesú. Hann er
uppsprettan. Hann er ijósið. Hann er lífið. I/ans eru nægtirnar.
Guð hefir gefið oss HANN. „I honum eruð þér auðgaðir orðnir
í öllu,“ ritaði postulinn Korintumönnum. „Hans guðdómlegi
máttur hefir veitt oss ALLT, sem heyrir til lífs og guðrœkni með
þekkingunni á HONUM.“ (2 Pét. 1. 3.).
„Hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt, sem heyrir til lífs
og guðrækni, með þekkingunni á honum.“ Þetta eru orðin, sem
Guð hefir notað mér til blessunar, notað þau meir en flest önnur
orð, sem ritningin geymir. Mig skiptir engu máli, kæri bróðir
minn eða kæra systir mín í trúnni á Krist, til hvaða safnaðar
eða samfélags, flokks eða stefnu, kirkju eða kirkjudeildar þú
telur þig. Hafi Guð ekki gert þér þetta ljóst, að hann hefir nú
þegar veitt þér allt, sem heyrir til lífs og guðrækni, er hann veitti
þér þekking á Kristi sem frelsara þínum, þá gefi hann þér það NÚ,
að augu þín beinist að Drottni Jesú einum, að hann verði þunga-
miðja lífs þíns, starfs þíns eða vitnisburðar, uppspretta kærleika
þíns, kraftar og heilagleika. Mætti okkur öllum veitast náð frá
Guði til að segja eða syngja af öllu hjarta:
„Kristur sé m.itt ævi efni,
unz mér hverfa dauðans lönd,
og mér hlær í logaljóma
lífsins unaðsfagra strönd.
:,: Kristur er mér allt :,:
Anda minn hann endurleysti,
Kristur er mér allt.“
„Nem hvergi staðar á sléttlendinu.“