Norðurljósið - 01.01.1966, Side 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
ekki geta það.“ En það skaðar þig ekkert að reyna það, þótt þér
finnist þú ekki geta það. Ef þú heldur áfram að segja orðin,
verða þau ávöxtur í hjarta þínu og síðar meir ávöxtur vara þinna.
Ef ég hætti lofgerðinni, þá er erfitt að vinna sigur. Djöfullinn
óttast lofgerð meir en nokkuð annað. Sumar af merkilegustu
lækningunum, sem ég hefi séð, hafa gerzt við það að lofa Drott-
in. Læknir hafði alveg gefið frá sér kínverska konu, sem var lík-
þrá, og sagði henni, að vonlaust væri um hana. Hún hafði eytt
miklu fé til að reyna að fá lækningu. Hún hafði heyrt um okkur
og kom til að láta biðja fyrir sér. Við báðum stutta bæn fyrir
henni og byrjuðum síðan að lofa Drottin fyrir svar hans. Þetta
var á fimmtudegi. Næsta sunnudag kom hún á samkomu, og hold
hennar, sem hafði verið illa etið af líkþránni, var allt læknað og
þunn húð var komin yfir, lík húðinni á ungbarni. Hún var skírð
sama dag. Hún var 61 árs að aldri, er þetta gerðist, og hafði
aldrei lært að lesa á ævinni. Nú les hún biblíuna sína og gengur
um kring og biður með öðrum.“
Þögul bæn og lofgerð í hljóði eiga ekki heima hér. „Vígi óvin-
arins,“ eins og veggir Jeríkóborgar, falla aðeins fyrir sigurópi.
Ef þú ert svo líkamlega magnlaus, að þú getur varla komið upp
hljóði, byrjaðu þá með því að hvísla, en reyndu að hafa það
alltaf hærra og hærra, og þig mun undra, hvernig Drottinn eykur
orku þína og blessar sál þína. Dimman hverfur, og sólskin Guðs
kemur í hjarta þitt. Guði sé lof, það gerir það!
Reyndu að fá einhvern vin þinn til að hjálpa þér að lofa Drott-
in. Láttu þér standa á sama, hvað aðrir segja.
Bið þú svo mikið sem þú vilt, það verður aldrei rangt. En
reiddu þig á fyrirheitið: „Hvers sem þér biðjið og beiðizt, þá
trúið, að þér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það.“ (Mark.
11. 24.)
„Syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.“ (Kól. 3. 16.)
----------------------------x---------
„Síðan réðst hann (Jósafat konungur) um við lýðinn og skip-
aði söngvara Drottni til handa, að þeir skyldu hefja lofsöngva
í helgum skrúða, þá er þeir færu út á undan hermönnunum, og
segja: ,Lofið Drottin, því að miskunn hans varir að eilífu‘; en
er þeir hófu fagnaðarópið og lofsönginn,“ biðu óvinir ísraels
ósigur. (20. Kron. 20. 21.).