Norðurljósið - 01.01.1966, Page 75
NORÐURLJÓSIÐ
75
Samtal við nýjan starfsmann
Hingað til lands er kominn ungur og trúaður maður frá Fær-
eyjum. Hann heitir Jógvan P. Jakobsson. Hann hefir sezt að hér
á Akureyri. Markmið hans er að þjóna Drottni á Islandi. Þar
sem þetta er orðið fastráðið, finnst ritstjóranum tímabært að
kynna hann lesendum Norðurljóssins.
Jógvan, hvar ert þú fæddur og alinn upp í Færeyjum?
Ég er fæddur og alinn upp í Klakksvík á Borðey. Hún er í
Norðureyjaklasanum. í Klakksvík búa um 5000 manns.
Hvaða atvinnu hefir faðir þinn stundað?
Hann er sjómaður, eins og svo margir Færeyingar.
Er mikið kristilegt starf og trúarlíf þarna í Klakksvík?
Það er mikið á ykkar mælikvarða, býst ég við. Það fara í
kirkju um 800 manns á hverjum sunnudegi, álíka margir sækja
samkomur Bræðrasafnaðarins og um 400—500 sækja samkomur
í KFUM. A hverjum sunnudegi sækja 400 börn að minnsta kosti
sunnudagaskóla í sal Bræðranna.
Hvar sóttir þú sunnudagaskóla?
Hjá Bræðrunum í sal þeirra, Betesda.
Byrjaðir þú ungur að sækja hann?
A að gizka þriggja til fjögurra ára gamall.
Hvað varst þú garnall, er þú hættir þar?
Eg fór að fækka komum mínum þangað um 12 ára aldur.
Sóttir þú samkomur fullorðna fólksins sem barn?
Ekki morgunsamkomurnar, en almennu samkomurnar sótti ég.
Hvað varstu gamall, er þú snerir þér til Krists?
Eg var níu ára, þegar ég sneri mér. En trú mín og ákvörðun
endurnýjuðust, þegar ég var 16 ára. A tímabilinu 12—15 ára
varð ég ekki fyrir góðum áhrifum.
Frá hverjum stöfuðu þessi vondu áhrif?
Meðal annars frá vinnufélögum á verkstæði, er ég byrjaði þar.
En þeir eru sumir frelsaðir nú.
í*ú hefir lesið lítið í Orð.i Guðs á þ eim árum?
Ekki neitt. En ég hætti aldrei að sækja samkomur.
Hvað varð til þ ess að vekja þig og snúa þér fyrir alvöru?
Meðal annars lestur eins smárits, er nefndist: „Þrír sólar-
hringar í helvíti.“ Samanburður á því og Orði Guðs minnti mig
a> hverju ég var frelsaður frá, og hvers ég var frelsaður til.. Svo
Var ég á trúaðramóti í Þórshöfn haustið 1957. Þar ákvað ég að