Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 76
76
NORÐURLJÓSIÐ
láta skíra mig að boði Krists til nafns Föður, Sonar og heilags
Anda.
Gekkstu þá í söfnuðinn í Klakksvík?
Ég gerði það.
Tekur söfnuðurinn á móti óskírðu fólki?
Yfirleitt er það ekki gert, nema í örfáum tilfellum. Reglan er
sú að skíra fólk áður.
Hvað munu margir vera í söfnuðinum í Klakksvík?
Það munu vera um 550 manns. Á síðastliðnu ári voru skirðir
37, sem gengu þá í söfnuðinn.
Þú minntist á morgunsamkomur. Hvað vilt þú segja um þær?
Ég tel, að þær séu mikilvægustu samkomurnar fyrir trúarlífið
vegna persónulegarar snertingar við Drottin Jesúm Krist á þeim
stundum, er við brjótum brauðið og drekkum af bikarnum í
minningu hans, eins og hann hefir boðið lærisveinum sínum að
gera. Þetta eru tilbeiðslu- og lofgerðarsamkomur, og það er gott
að lofa Drottin, segir ritningin.
Hver var atvinna þín, meðan þú varst í Klakksvík?
Ég var vélvirki.
Þú hefir tekið þátt í samkomunum í Klakksvík?
Ég byrjaði smátt og smátt að vitna, ferðast á báti með öðrum
til þorpa í Færeyjum og tala þar á útisamkomum,
Hvenær fékkstu fyrst áhuga á starfi á íslandi?
Þegar ég var 17 ára.
Hvað vakti þann áhuga?
Ég las og heyrði um starfið á íslandi. Það var í ..Liv og Læra“,
blaði, sem gefið er út í Þórshöfn.
Fékkstu þó ákveðið kall frá Drottni til að fara til starfs á
íslandi?
Kallið kom til mín þannig: Fyrst gaf Guð mér áhuga á starfi
fyrir sig á Islandi; því næst gaf hann mér sívaxandi bænaranda,
er fram liðu stundir, að hiðja fyrir íslandi; síðast fékk ég
ákveðna löngun til að fara hingað. Eg kom liingað fyrst í sumar-
leyfi, til að kynna mér ástandið hér og til að ganga úr skugga um,
hvort um raunverulegt kall væri að ræða. Eftir mánaðardvöl hér
var ég orðinn sannfærður um, að ég ætti að setjast að hér ó
landi.
Hvernig bjóstu þig undir starfið?
Ég fór til Englands og var þar mest í tvö ár að undanskildum
þeim tíma, sem ég var hér á landi að sumrinu. í Englandi las ég
guðfræði í einkaskóla, stundaði samhliða enskunám í kvöld-