Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 79
norðurljósið
79
Hafðu ekki áhyggjur af morgun-
deginum
Þessi saga er sögð af manni, sem var 80 ára gamall. Hann gekk
hratt upp hæð til pósthúss eins í Norður-Carolína í Bandaríkjun-
um. 1 hendinni bar hann stafla af bréfum og var ritað á þau með
styrkri, skýrri rithönd. Póstmeistarinn, sem var við afgreiðslu-
gluggann, leit á þau. Síðan leit hann á þau aftur og spurði:
„Er þetta rithönd yðar?“ „Já.“
„Þetta er nú furðulegt. Hér er ekkert, sem bent gæti til þess,
að þér gætuð verið gamall.“
Gamli maðurinn ljómaði af brosi, og með glampa í augum
svaraði hann: „Jæja, ég hefi aldrei fengið tannverk, eyrnaverk
fcða höfuðverk á ævinni. Auðvitað er það ekkert skrýtið með þetta
síðasta, því að konan mín segir, að ekkert sé í því til að fá verk í.
Og ég fer vissulega ekki að þrátta við hana um það, þar sem ég
hefi átt hana í 56 ár.“
„Hver er þá leyndardómur góðrar heilsu yðar?“ spurði póst-
Wieistarinn.
„Grískan í nýja testamentinu,“ var svarað þegar í stað. „Biblíu-
þýðing Jakobs konungs segir í 6. kafla guðspjalls Matteusar:
jHugsið ekkert fyrir morgundeginum'. En þetta er ekki rétt. Það
verður að hugsa fyrir morgundeginum. Það, sem grískan segir,
er þetta: ,Hafið engar áhyggjur út af morgundeginum4. Svo að
eg sagði við sjálfan mig, þegar ég las þetta í menntaskóla: „Guð
segir mér að hafa engar áhyggjur. Hann hlýtur að vita, hvað hann
er að tala um, og ég ætla engar áhyggjur að hafa . ...“
„Frá þeim tíma til þessa dags hefi ég aldrei leyft áhyggjum
’ingöngu í líf mitt eða heimili. Það eru aðeins tvær tegundir af
^yggjum til: áhyggjur út af hlutum, sem þú ræður við, og hlut-
Urn, sem þú ræður ekki við. Ef þú ræður við hlutina, þá gerir
þú eitthvað og hefir engar áhyggjur. En getir þú ekkert gert,
þá eru áhyggjur gagnslausar og ekki til neins að vera með þær.“
Lifðu hvern dag samkvæmt Matt. 6. 34, og „vertu ekki áhyggju-
fullur út af morgundeginum.“
(Þýtt úr „The Sword of the Lord.“)
-x-