Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 80
80
NORÐURLJÓSIÐ
ÓSVÍFNI HVOLPURINN
Eftir Victor J. Rogers. — Þjtt. — (Framhald.)
9. INDÍÁNAHÖFÐINGINN MIKLI.
Það var dimmt undir trjánum í skóginum. En
á auðu svæði, þar sem skógurinn hafði verið ruddur,
skein tunglið glatt. Hópur af Indíánum sat þar alveg
hreyfingarlaus og hlustaði á hvíta manninn, er sagði
þeim sögu, sem þeir höfðu aldrei áður heyrt.
Hvíti maðurinn sagði þeim, hvernig hinn Mikli
Hvíti Andi, sem býr fyrir ofan stjörnurnar. hafði
orðið lítið barn, fæðzt og verið lagður þar, sem
bestar héldu til. Hann fékk ekki tjald mikla höfð-
ingjans, ekki heimili hardagamannsins og jafnvel
ekki rúm gömlu hetjunnar. heldur fátœklegan stað,
ekkert fallegan stað, þar sem skepnurnar átu fóðrið
sitt. Hesthús varð heimili hans og jata rúmið hans.
Þannig yfirgaf hinn mikii Guð auðæfi sín til að sýna
mönnunum, hve mjög hann elskaði þá. Daglega óx
barnið og varð stór drengur, og drengurinn stækk-
aði ár frá ári, unz hann varð fullorðinn maður. Hann
var fátœkur maður, en sterkur maður, góður maður,
mikill maður. Hann varð þess konar maður, sem
verður að hetju, hermanni og höfðingja. Þannig birt-
ist Guð mönnunum. Þánnig sýndi Guð elsku sína.
Þessi maður hét Jesús.
Það brotnaði grein undir trjánum. Út lir myrkr-
inu kom mikill Indíáni. Hann var lipur í hreyfing-
um, vöðamikill og hávaxinn. Hann gekk hægt að
hvíta prédikaranum og lagði stríðsöxi sína á jörð-
ina fyrir framan hann.
„Indíánahöfðingi,“ sagði hann, „gefur stríðsöxi
sína Drottni Jesú.“ Og hann hvarf aftur hljóðlega
inn í skuggann.